Fimmtudagurinn 2. júlí

Í sól og sumaryl

Veðrið hefur leikið við menn og dýr á höfuðborgarsvæðinu og hafa íbúar og gestir Laugardals ekki farið varhluta af því.

Nautgripirnir kúrðu sig í grasið og fengu sér tuggu meðan hugrakkir krakkar fóru efst upp í útsýnisturninn Skyggni, tóku lauflétt sporið í Dansleiknum eða kríluðu í Naglfari.

               

Sumar, vetur, vor og haust garðurinn iðar að lífi endalaust

Markmið með byggingu garðsins hefur frá upphafi verið að kynna gestum íslensku húsdýrin, færa þá nær íslenskum búskaparháttum og efla tengsl milli manna og dýra. Fræðsludeild er starfrækt í garðinum og komu um 11 þúsund börn á leik og grunnskólaaldri í skipulagða fræðslu á vegum garðsins síðastliðið skólaár í 10 mismunandi námskeiðum. Óhætt er að segja að hér sé allt iðandi af fjölbreyttu lífi allt árið um kring.

Vinna með heimsóknina og upplifun barnanna er auðvitað mjög mismundandi. Börnin á Tröllabjargi í leikskólanum Hömrum sendu þessar flottu myndir sem þau teiknuðu eftir eina af heimsóknum sínum. Myndirnar eru nú til sýnis í kaffihúsinu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og verða út sumarið.  

                                                                                                                               

 

Gola er köstuð

Hryssan Gola sem er ein af hrossum garðsins kastaði í morgunn myndarlegu hestfolaldi.  Folaldið sem er undan Golu og Hákoni frá Ragnheiðarstöðum er jarpstjörnótt með leista og braggast vel.  Meðgöngutími hryssa er 11 mánuðir en mestan part meðgöngunnar var hún í leyfi frá störfum í garðinum ef svo má að orði komast.  Þá dvaldi hún austur í Landeyjum en kom nýlega aftur í garðinn þar sem hún kastaði í morgunsárið.  Myndir segja meira en þúsund orð og má sjá myndir af þeim mæðginum hér að neðan.  

 

 

 

 

 

Vísindaveröld og Fiskasafn lokað í sumar

Óblítt veðurfar í vetur fór illa með tjaldið og búnað sem hýsti Vísindaveröldina og Fiskasafn FHG en það tjald er komið verulega til ára sinna.  Svo er nú komið að ekki er mögulegt að halda úti nokkurri starfsemi í tjaldinu og hefur því nú verið lokað.  Unnið er að koma Fiskasafninu upp á nýjum stað innan garðsins en ljóst er að það mun ekki takast í sumar.  Þá verður leitað leiða til þess að koma munum og þrautum úr Vísindaveröldinni fyrir annars staðar í garðinum svo gestir okkar geti enn notið þeirra.  Reiknað er með að tjaldið verði fjarlægt á næstu mánuðum.  

Um helgina

Opið frá kl. 10-18 og Kaffihúsið frá kl. 10 til 17:30.  

 

Taekjahringur

Skemmtimiðar

Garðurinn er að komast í sumargírinn og flest leiktæki eru opin um helgar. Sumardagskrá hefst 1. júní.

Skemmtimiðar 
1 miði 300 kr
10 miðar 2.400 kr
20 miðar 4.500 kr
Dagpassi 2.080 kr

Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 600 kr
13 ára og eldri - 800kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri
ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.300 kr
Fjölskylduárskort - 18.100 kr
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.300 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)
 

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur:10-17 (24.08 til 31.05)

Sumar:10-18 (01.06 til 23.08) 

Opnunartími Kaffihúss sumar:

Virkir dagar: 10-17:30

Helgar: 10-17:30