Föstudagurinn 29. maí

Vísindaveröld og Fiskasafn lokað í sumar

Óblítt veðurfar í vetur fór illa með tjaldið og búnað sem hýsti Vísindaveröldina og Fiskasafn FHG en það tjald er komið verulega til ára sinna.  Svo er nú komið að ekki er mögulegt að halda úti nokkurri starfsemi í tjaldinu og hefur því nú verið lokað.  Unnið er að koma Fiskasafninu upp á nýjum stað innan garðsins en ljóst er að það mun ekki takast í sumar.  Þá verður leitað leiða til þess að koma munum og þrautum úr Vísindaveröldinni fyrir annars staðar í garðinum svo gestir okkar geti enn notið þeirra.  Reiknað er með að tjaldið verði fjarlægt á næstu mánuðum.  

Nýjungar og framkvæmdir

Nú telja bjartsýnustu menn vorið loksins á næsta leiti. Unnið er hörðum höndum í garðinum að endurbótum á ýmsum svæðum - en jarðvinna hefur ekki verið möguleg fyrr en nú vegna kuldatíðar. Ýmislegt verður endurnýjað í garðinum fyrir sumarið. Um páskana var opnuð ný miðasala og móttökuhús, sem jafnframt hýsir minjagripasölu og má segja að andlit garðsins út á við hafi breyst gríðarlega við tilkomu þessa fallega húss.

Gröfurnar í fjölskyldugarðinum eru ónothæfar vegna aldurs, en gleðifréttirnar eru þær að búið er að festa kaup á splunkunýjum gröfum frá Svíþjóð og koma þær til landsins í maí. Það sama má segja um bátana - en þeir voru komnir á aldur og viðhald þeirra orðið mjög erfitt. Átta nýjir bátar eru væntanlegir frá meginlandinu í maí.

Þá má ekki gleyma Ærslabelgnum sem var orðinn götóttur og slitinn af gríðarlegri notkun. Verið er að leggja lokahönd á uppsetningu á nýjum hoppipúða þessa dagana og lýkur vinnu við það einnig í maí.

Vaðleikjasvæðið sem notið hefur mikilla vinsælda er hálfklárað en unnið verður áfram í því fram á sumar. Þar eiga eftir að bætast við nýjungar sem gleðja munu sand- og sullþyrsta æsku þessa lands.

Við vonum að gestir garðsins sýni þessum framkvæmdum skilning og þolinmæði og gleðjist með okkur þegar nýjungarnar líta dagsins ljós.

vatnsleikjasvaedihoppipudivatsleikur2grofur

Um helgina

Opið frá kl. 10-17 og Kaffihúsið frá kl. 10 til 16:30. Leiktæki eru flest opin um helgar í maí frá kl. 11:00-16:30.   

 

Taekjahringur

Skemmtimiðar

Garðurinn er að komast í sumargírinn og flest leiktæki eru opin um helgar. Sumardagskrá hefst 1. júní.

Skemmtimiðar 
1 miði 300 kr
10 miðar 2.400 kr
20 miðar 4.500 kr
Dagpassi 2.080 kr

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 600 kr
13 ára og eldri - 800kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri
ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.300 kr
Fjölskylduárskort - 18.100 kr
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.300 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)
 

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur:10-17 (24.08 til 31.05)

Sumar:10-18 (01.06 til 23.08) 

Opnunartími Kaffihúss vetur:

Virkir dagar: 11-16:30

Helgar: 10-16:30