Laugardagurinn 25. október

Ratleikur í Vetrarfríi

Vetrarfrí er hafið í grunnskólum Reykjavíkur og af því tilefni geta gestir garðsins tekið þátt í ratleik um garðinn. Þá verður tilboð í Kaffihúsinu meðan á vetrarfríi stendur (17. til 21. október) en það inniheldur heitt kakó og kleinuhring með karamellu og kostar klassískar 248 krónur.  Annars er dagskráin í kringum dýrin hér til hliðar.

Heimsókn frá Noregi

Undanfarin ár hafa norskir vísindatrúðar heimsótt Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og miðlað af þekkingu sinni.  Þeir heita Ivar Nakken og Magne Hognestad og í byrjun október heimsóttu þeir okkur og um leið nokkra skóla í Reykjavík auk þess að leggja land undir fót og fóru í nokkra skóla á Akureyri.  Í skólunum buðu þeir upp á sýnningu sem þeir kalla "Science Sirkus" en henni er ætlað að efla áhuga nemenda á vísindum á skemmtilegan og gagnvirkan hátt.  Það var ekki annað að sjá en að nemendur hafi skemmt sér vel en að lokinni sýningu gafst þeim kostur á að gera Newton bíla, lygamæla, "led"ljós, skjóta upp eldflaugum og fleira skemmtilegt og fræðandi.  Myndirnar eru fengnar af heimasíðu Hlíðaskóla sem er einn skólanna sem þeir félagar heimsóttu.  

Ivar_og_Magne.jpg

Lygamælir.jpg

Leik- og grunnskólar skólaárið 2014 til 2015

Fyrstur kemur fyrstur fær! 
 
Í fréttunum hér fyrir neðan má sjá þau námskeið sem við bjóðum upp á á komandi skólaári fyrir leik- og grunnskólanemendur. 
 
Námsframboð í FHG er ekki ótakmarkað og því má búast við að færri komist að en vilja á sum námskeið. Eins og gefur að skilja þarfnast námskeiðin mismunandi aðstöðu. Tíðni námskeiða og fjöldi þátttakenda takmarkast m.a. af aðstöðu hjá dýrunum, af fjölda dýra og hversu oft raunhæft er að sinna dýrunum og handfjatla þau. 
Starfsfólk fræðsludeildar FHG tekur á móti pöntunum og sýnir reynsla undanfarinna ára að öruggast er að panta tímanlega. 
Ef kennari sér fram á að geta ekki nýtt sér námskeið vegna fjölda nemenda, aðgengis o.s.frv. hvetjum við viðkomandi til þess að hafa samband, ræða málin og við reynum að finna lausn.
 
Sláið á þráðinn í síma 411-5900 eða sendið tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  
 

Námskeið fyrir grunnskólanemendur 2014 til 2015

Dýrafræðsla

Fyrir nemendur í 3.bekk.

Í flestum grunnskólum er fjallað um húsdýrin í 3. bekk.  Þess vegna bjóðum við upp á dýrafræðslu fyrir þennan aldurshóp þar sem áhersla er lögð á skynjun og skynfæri, ásamt því að fjallað er um lifnaðarhætti dýranna og nytjar okkar af þeim.  Þetta námskeið sem er í leiðsagnarformi tekur klukkutíma.

Kostnaður er engin fyrir grunnskóla Reykjavíkur en grunnskólar utan Reykjavíkur greiða 5000 krónur pr. hóp (hámark 25) og aðgangseyrir skv. gjaldskrá. 

Vinnumorgunn

Fyrir nemendur á síðari hluta miðstigs.

Í vinnumorgni fá nemendur tækifæri til að koma og taka þátt í umhirðu dýranna og fá um leið ítarlega fræðslu um dýrin og landbúnaðarstörf.  Unnið er í þremur hópum í vinnumorgni, einn í fjósi, annar í hest- og fjárhúsi og sá þriðji við villtu dýrin.  Í lok námskeiðisins útbúa og flytja nemendur kynningu á sínum dýrum fyrir alla hópana.  Vinnumorgnar eru í boði á þriðjudögum og fimmtudögum.  Nemendur mæta klukkan 07:45 og er námskeiðinu lokið um klukkan 11:00. Þetta námskeið hefur staðið nemendum til boða frá 1990 og hefur verið vinsælasta námskeiðið í garðinum frá þeim tíma.  Hægt er að panta kakó og vöfflur og kostar það 350 krónur á mann og taka þarf sérstaklega fram ef óskað er eftir þessari þjónustu þegar pantað er eða tilkynna það í síðasta lagi viku fyrir heimsókn. Hámark 24 nemendur á hvern vinnumorgunn.

Kostnaður er engin fyrir grunnskóla Reykjavíkur en grunnskólar utan Reykjavíkur greiða 8500 krónur pr. hóp (hámark 24) og aðgangseyrir skv. gjaldskrá. 

Dýr í sjó og vötnum

Fyrir nemendur á fyrri hluta miðstigs

 Á þessu námskeiði kynnast nemendur lífverum og lífríki sjávar og vatna. Rauður þráður námskeiðsins er aðlögun sumra tegunda að vatni og sjó. Nemendur fá tækifæri til að  skoða og snerta sjávardýr í sjávardýrasafni Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.  Auk fræðslu um íslenskar vatna- og sjávarlífverur er öðrum vatnalífverum einnig gerð skil, þar á meðal fylkingum dýra sem ekki finnast hér á landi eins og froskdýra og skriðdýra.  Nemendur námskeiðsins fá verkefni sem unnin eru á staðnum eða í skólastofu í kjölfar heimsóknar. Námskeiðið tekur rúmlega klukkustund. Hámark 24 nemendur á hvert námskeið.   

Kostnaður er engin fyrir grunnskóla Reykjavíkur en grunnskólar utan Reykjavíkur greiða 5000 krónur pr. hóp (hámark 24) og aðgangseyrir skv. gjaldskrá. 

Villt íslensk spendýr

Fyrir nemendur á efsta stigi.

Spennandi námskeið fyrir elstu nemendur grunnskóla.  Á þessu námskeiði er farið ítarlega í lifnaðarhætti og atferli villtra íslenskra spendýra.  Námskeiðið tekur um klukkutíma og er í formi leiðsagnar.

Kostnaður er engin fyrir grunnskóla Reykjavíkur en grunnskólar utan Reykjavíkur greiða 5000 krónur pr. hóp (hámark 25) og aðgangseyrir skv. gjaldskrá. 

Framandi dýr

Fyrir nemendur á efsta stigi

Á þessu námskeiði leika skriðdýr, froskdýr og framandi skordýr aðal-hlutverkið. Rætt er um vistkerfi þeirra og aðlögunar-hæfni auk þess sem dýrin eru að sjálfsögðu skoðuð.  Námskeiðið tekur klukkutíma.  Hámark 20 nemendur í einu.

Kostnaður er engin fyrir grunnskóla Reykjavíkur en grunnskólar utan Reykjavíkur greiða 5000 krónur pr. hóp (hámark 20) og aðgangseyrir skv. gjaldskrá. 

Leiðsagnir fyrir alla

Allir aldurshópar geta komið í garðinn og fengið leiðsögn sem tekur u.þ.b. klukkustund.  Ef verið er að taka eitthvað ákveðið fyrir í skólanum s.s. sauðkindina, fugla eða annað  er um að gera að setja sig í samband við fræðsludeildina.  

Kostnaður er engin fyrir grunnskóla Reykjavíkur en grunnskólar utan Reykjavíkur greiða 5000 krónur pr. hóp (hámark 25) og aðgangseyrir skv. gjaldskrá. 

Námskeið fyrir leikskólanemendur 2014 til 2015

Húsdýrin okkar er leiðsögn um húsdýrin þar sem helstu heiti, nytjar, litir og nöfn þeirra eru kynnt fyrir börnunum.  Námskeiðið tekur um 40 mínútur.  

Brettum upp ermarnar er létt leiðsögn um sjávardýrasafnið þar sem helstu dýrin þar eru kynnt fyrir börnunum og þau handleikin sem hægt er.  Námskeiðið tekur tæpan hálftíma.

Bæði námskeiðin er hægt að sníða fyrir hvaða aldur leikskólanemenda sem er - hafið endilega samband.    
 
Ókeypis er á námskeiðin fyrir nemendur leikskóla Reykjavíkur á hefðbundnum skólatíma.  Fyrir leikskóla utan Reykjavíkur kostar 4000 krónur fyrir hópinn á hvort námskeið (hámark 20 nemendur) og aðgangseyrir skv. gjaldskrá.  

 

 

 

Um helgina

Opið frá kl. 10-17 og Kaffihúsið frá kl. 10 til 16:30. Leiktæki eru almennt lokuð en opið verður í hringekju og lest eftir því sem veður og færð leyfir um helgar.   

 

Taekjahringur

Skemmtimiðar

Garðurinn er komin í vetrargírinn og flest leiktæki eru því lokuð. Um helgar er þó hægt að fara á hestbak (kostar 1 miða) frá kl. 14 til 14:30 og í hringekju (kostar 1 miða) og lest (kostar 1 miða) meðan veður og færð leyfir.

Skemmtimiðar 
1 miði 270 kr
10 miðar 2.300 kr
20 miðar 4.300 kr

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 550 kr
13 ára og eldri - 750 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Einstaklingsárskort - 9.000 kr
Fjölskylduárskort - 17.500 kr
 

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur:10-17 (18.08 til 30.05)

Sumar:10-18 (31.05 til 17.08) 

Opnunartími Kaffihúss

Virkir dagar: 11-16:30

Helgar: 10-16:30