Föstudagurinn 28. nóvember

Gjöf frá bænum Þúfnavöllum í Hörgárdal

Nýlega lögðu dýrahirðar Fjölskyldu-og húsdýragarðs land undir fót í þeim tilgangi að ná í nýjan geithafur. Leiðin lá alla leið úr Laugardalnum norður í Hörgárdal að bænum Þúfnavöllum. Bændur á Þúfnavöllum gáfu fallegan geithafur sem hefur fengið nafnið Djákni. Nafnið þykir viðeigandi þar sem sögusvið þjóðsögunnar kunnu um Djáknann á Myrka á er einmitt í Hörgárdal.

Huðnurnar sem bjuggu í geitastíunni tóku á móti Djákna sem nú er að venjast lífinu á mölinni. Fyrst til að byrja með deilir hann sérstíu með kollóttu huðnunni Lilju en geiturnar fara allar saman út á hverjum morgni meðan útihúsið þeirra er þrifið.

 

djakni23.jpg

Um helgina

Opið frá kl. 10-17 og Kaffihúsið frá kl. 10 til 16:30. Leiktæki eru almennt lokuð en opið verður í hringekju og lest eftir því sem veður og færð leyfir um helgar.   

 

Taekjahringur

Skemmtimiðar

Garðurinn er komin í vetrargírinn og flest leiktæki eru því lokuð. Um helgar er þó hægt að fara á hestbak (kostar 1 miða) frá kl. 14 til 14:30 og í hringekju (kostar 1 miða) og lest (kostar 1 miða) meðan veður og færð leyfir.

Skemmtimiðar 
1 miði 270 kr
10 miðar 2.300 kr
20 miðar 4.300 kr

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 550 kr
13 ára og eldri - 750 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Einstaklingsárskort - 9.000 kr
Fjölskylduárskort - 17.500 kr
 

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur:10-17 (18.08 til 30.05)

Sumar:10-18 (31.05 til 17.08) 

Opnunartími Kaffihúss

Virkir dagar: 11-16:30

Helgar: 10-16:30