Mánudagurinn 24. nóvember

Listasýning nemenda Myndlistardeildar Listaháskóla Íslands.

Föstudaginn 14. nóvember frá kl. 15.00 til 17.00 opnar samsýning nemenda Myndlistardeildar Listaháskóla Íslands í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Síðustu vikurnar hafa nemendur á námskeiðinu Rými / vinnustofa unnið verk á vettvangi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins undir handleiðslu Ólafs S. Gíslasonar.

Þær sérstæðu aðstæður þessa opinbera sýningarrýmis, á dýrum sem fyrir finnast á Íslandi, hafa leitt hugmyndir listnemanna í margar ólíkar áttir í verkum þeirra. Siðferðislegar spurningar á mörkum sviðsettra aðstæðna og raunverulegra tilfinninga gagnvart lifandi dýrum og æskuminningum hafa vaknað. Verkin tengjast dýrunum beint; eru sérstaklega gerð fyrir þau eða staðsett inn í þeirra vistarverum. Önnur verk eru löguð að hönnun garðsins, aðstöðu gesta og upplýsingavettvangi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.

Sýnendur eru: Árni Jónsson, Geirþrúður Einarsdóttir, Harpa Finnsdóttir, Helen Svava Helgadóttir, Lísbet Guðný Þórarinsdóttir, Mina Tomic, Otto Ólafur Ottosson, Rúnar Örn Marinósson, Steinunn Harðardóttir og Una Kristín Jónsdóttir.

Sýningin stendur frá 14. til  23. nóvember og er Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn opinn alla daga frá kl. 10.00 - 17.00. Á sýningaropnun (14.nóv frá kl. 15 til 17) er aðgangur ókeypis.

Gjöf frá bænum Þúfnavöllum í Hörgárdal

Nýlega lögðu dýrahirðar Fjölskyldu-og húsdýragarðs land undir fót í þeim tilgangi að ná í nýjan geithafur. Leiðin lá alla leið úr Laugardalnum norður í Hörgárdal að bænum Þúfnavöllum. Bændur á Þúfnavöllum gáfu fallegan geithafur sem hefur fengið nafnið Djákni. Nafnið þykir viðeigandi þar sem sögusvið þjóðsögunnar kunnu um Djáknann á Myrka á er einmitt í Hörgárdal.

Huðnurnar sem bjuggu í geitastíunni tóku á móti Djákna sem nú er að venjast lífinu á mölinni. Fyrst til að byrja með deilir hann sérstíu með kollóttu huðnunni Lilju en geiturnar fara allar saman út á hverjum morgni meðan útihúsið þeirra er þrifið.

 

djakni23.jpg

Um helgina

Opið frá kl. 10-17 og Kaffihúsið frá kl. 10 til 16:30. Leiktæki eru almennt lokuð en opið verður í hringekju og lest eftir því sem veður og færð leyfir um helgar.   

 

Taekjahringur

Skemmtimiðar

Garðurinn er komin í vetrargírinn og flest leiktæki eru því lokuð. Um helgar er þó hægt að fara á hestbak (kostar 1 miða) frá kl. 14 til 14:30 og í hringekju (kostar 1 miða) og lest (kostar 1 miða) meðan veður og færð leyfir.

Skemmtimiðar 
1 miði 270 kr
10 miðar 2.300 kr
20 miðar 4.300 kr

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 550 kr
13 ára og eldri - 750 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Einstaklingsárskort - 9.000 kr
Fjölskylduárskort - 17.500 kr
 

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur:10-17 (18.08 til 30.05)

Sumar:10-18 (31.05 til 17.08) 

Opnunartími Kaffihúss

Virkir dagar: 11-16:30

Helgar: 10-16:30