Laugardagurinn 2. ágúst

Afmælishátíð Skoppu og Skrítlu

Tíu ára afmælishátíð Skoppu og Skrítlu verður haldin laugardaginn 26. júlí kl 14:00 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Fjörið hefst með skrúðgöngu um garðinn með öllum helstu persónum sem fylgt hafa Skoppu og Skrítlu síðastliðin 10 ár. Má þar nefna Lúsí, Bakara Svakara, Zúmma, kúrekana, risaeðluna, skógardvergana, Sjeikspír og Hróa, geimsjóræningjana, jólasveininn og alla hina. Skrúðgangan endar með stórri sýningu á sviðinu í Fjölskyldugarðinum þar sem öll lögin af nýja geisladisknum þeirra vinkvenna verða flutt.
Eftir sýninguna verður myndataka í boði og margt fleira skemmtilegt verður gert þennan dag.

Það kostar það sama í garðinn þennan dag og alla aðra. 
13 ára og eldri 750 kr
börn 5-12 ára 550 kr 
4 ára og yngri ókeypis
elli- og örorkulífeyrisþegar ókeypis. 
Árskortshafar koma inn á árskortun sínum þennan dag sem og aðra. 

Íslandsbanki styrkir afmælishátíð Skoppu og Skrítlu og viðskiptavinir Íslandsbanka fá 35% afslátt í garðinn þennan dag. Til þess að fá afsláttinn þarf að greiða með Íslandsbankakorti. Hægt er að kaupa fimm aðgöngumiða fyrir hvert kort.Afmælishátíð sem fæst börn vilja missa af :)

Atlantsolíudagurinn

Fimmtudaginn 17.júlí næstkomandi verður hin árlega fjölskylduhátíð dælulykilhafa Atlantsolíu haldinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Þessi árlegi viðburður hefur hlotið fastan sess í hugum fjölmargra fjölskyldna og hafa á bilinu 5-6000 manns komið í garðinn á þessum degi síðustu ár og gert sér glaðan dag.

Fjölmörg skemmtiatriði verða í boði að vanda og má meðal annars nefna að hinn ungi töframaður Jón Arnór sýnir listir sínar, nemendaflokkurinn Mini Rebel frá Rebel Dance Studio mun dansa við lög úr Disney-myndinni Frosinn, Skoppa og Skrítla kíkja í heimsókn auk þess sem Ingó veðurguð mun syngja nokkur lög.

Gegn því að sýna Atlantsolíudælulykilinn sinn fá dælulykilshafar frítt í garðinn auk þess að fá 50% afslátt af dagpössum og skemmtimiðum í tækin. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn frá 10 til 18 en skemmtidagskrá á sviði byrjar klukkan 15:00. 

                      

Norsk lúðrasveit

Voksen skoles musikkorps er skólahljómsveit frá Ósló sem ávallt lýkur starfsárinu sínu með 4-6 daga sumarbúðum. Að þessu sinni koma þau með sumarbúðirnar sínar til Íslands og halda tónleika m.a. í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sunnudaginn 22. júní kl. 14:00.

Þau líta á ferðina sem spennandi leið til að feta í fótspor forfeðra sinna yfir hafið og hafa í farteskinu norska tónlist til að deila með áhorfendum.
Hljómsveitin samanstendur af 40 blásara- og slagverksnemendum á grunn- og framhaldsskólastigi á aldursbilinu 13 til 19 ára.
Á þjóðhátíðardegi Norðmanna þann 17. maí ár hvert fara allar skólalúðrasveitir Noregs í skipulagðar skrúðgöngur og færa tónlist sína inn á götur og stræti allra bæja og borga. Reykvíkingum gefst kostur á að kynnast þessari hefð sunnudaginn 22. júní en þá mun hljómsveitin vera með skrúðgöngu á undan tónleikunum í Fjölskyldugarðinum klukkan 14 og síðan aftur á Laugaveginum klukkan 17.
Einnig verða þau með tónleika á Þingvöllum þann 23. júní.

Poster 500 707 72dpi 

Hversdagshetja heiðruð.

Steinn sem reistur hefur verið til heiðurs Hrefnu Haraldsdóttur, þroskaþjálfa og foreldraráðgjafa, verður afhjúpaður fimmtudaginn 19. júní í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.  Athöfnin hefst kl. 16.00.

Hrefna Haraldsdóttir vann alla sína starfsævi í þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra.  Á 70 ára afmæli hennar árið 2013 ákvað hópur foreldra fatlaðra barna að láta gera stein sem virðingarvott fyrir allt það starf sem Hrefna hefur unnið.  Hjá Hrefnu var, að sögn Ástu Friðjónsdóttur hjá Þroskahjálp, vinnudagurinn aldrei tímasettur því hún gaf sér alltaf tíma til að styðja foreldra sem til hennar leituðu.  Hún er vakin og sofin yfir velferð fatlaðra barna og þykir sannkölluð hversdagshetja sem elskuð er og dáð af foreldrum fatlaðra barna og börnunum sjálfum.  

Borgaryfirvöld tóku vel í þá hugmynd að finna steininum stað í garðinum og hefur honum verið komið fyrir í nýju steinabeði þar sem nýtt vaðleikjasvæði er nú í uppbyggingu.  

Steinninn er gerður af Páli í Húsafelli. 

Vinir og samferðamenn Hrefnu Haraldsdóttur ætla af þessu tilefni að gera sér dagamun og verður boðið upp á kaffi og grillaðar pylsur. Björn Kristinsson saxafónleikari ásamt Jóni Orra (gítar) félaga sínum spila saman og gera stundina enn hátíðlegri með ljúfum tónum.  

Um helgina

Opið frá klukkan 10-18 og Kaffihúsið er opið frá klukkan 10 til 17:30.  

 

Taekjahringur

Skemmtimiðar

Greiða þarf 1-2 skemmtimiða í 8 af leiktækjum garðsins.

Skemmtimiðar 
1 miði 270 kr
10 miðar 2.300 kr
20 miðar 4.300 kr
Dagpassi* 2.000 kr

* Aðgangseyrir ekki innifalinn

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 550 kr
13 ára og eldri - 750 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Einstaklingsárskort - 9.000 kr
Fjölskylduárskort - 17.500 kr
 

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur:10-17 (18.08 til 30.05)

Sumar:10-18 (31.05 til 17.08) 

Kaffihúsinu er lokað hálftíma fyrir lokun garðsins.