Mánudagurinn 24. apríl

Yngismeyjardagur

Opið á morgun sumardaginn fyrsta á venjulegum opnunartíma frá 10-17. 

Lest og hringekja verða keyrð frá klukkan 10:30-16:30. 

Geitur2

Opnunartími um páskana

Líkt og alla aðra daga ársins verður opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um páskana frá kl. 10 til 17. 

Hringekja og lest verða opin frá og með skírdegi til annars dags páska frá kl. 10:30 til 16:30 og kostar einn skemmtimiða í hvort tæki.  

Gleðilega páska! 

Geitburður er hafinn

Geitburður er hafinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og þegar þetta er ritað seinni part 10.apríl eru 3 huðnur bornar.  Krúttlegheitin eru því í hámarki í fjárhúsinu þessa dagana og í nægu að snúast.  Myndir má sjá á Facebook síðu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.  

Dýranámskeið 2017

DÝRANÁMSKEIÐ Í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINUM
Námskeiðið stendur 10–12 ára krökkum (f. 2005–2007) til boða í sumar.  Á námskeiðinu vinna krakkarnir með dýr garðsins og námskeiðið því upplagt fyrir krakka sem áhuga hafa á dýrum almennt. Þau taka þátt í verkum í fjárhúsi, hesthúsi, svínastíu og meðal villtu dýranna. Auk þess eru framandi dýr heimsótt.

Hvern dag gefst krökkunum tækifæri á að kíkja inn fyrir girðinguna hjá einhverri dýrategund og komast þá í mikið návígi við dýrin og getur það verið mjög spennandi. Námskeiðið er fimm virkir dagar og hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 12.00. Eftir að námskeiði lýkur geta þátttakendur dvalið í garðinum þar til honum er lokað kl. 18:00. Á lokadegi námskeiðsins fá þátttakendur dagpassa í leiktæki Fjölskyldugarðsins. Það komast 10 krakkar að í hverri viku.

Skráning fer eingöngu fram í gegnum vefinn www.fristund.is en til að geta skráð þurfa forráðamenn (þeir sem skrá) að hafa íslykil eða rafræn skilríki og kennitölur þátttakenda og forráðamanna á hreinu. Skráning hefst kl. 10:00 þriðjudaginn 25.apríl. Undanfarin ár hafa námskeiðin verið gríðar vinsæl og fyllst fljótt.

Námskeið        Tímabil
1. námskeið:   12. til 16. júní
2. námskeið:   19. til 23. júní
3. námskeið:   26. til 30.júní
4. námskeið:   3. til 7. júlí
5.námskeið:   10. til 14.júlí
6.námskeið:   17. til 21. júlí
7.námskeið:   24. til 28. júlí
8.námskeið:   31.júlí til 4.ágúst
9.námskeið:   8. til 11. ágúst (4 dagar)
10.námskeið: 14. til 18.ágúst

SKRÁNING
Þátttökugjald er 17.500 krónur og veittur er 20% systkinaafsláttur. Þátttökugjald fyrir 4 daga námskeið er 14.000 krónur.
Innifalið í þátttökugjaldi er skemmtileg og lifandi fræðsla þar sem dýr garðsins koma mikið við sögu og dvöl í garðinum allan daginn auk dagpassa í leiktækin síðasta daginn.

Sauðfé rúið

Sauðfé verður rúið á sunnudaginn (12.mars) frá kl. 13:00 til 16:00. Síðast var rúið í desember og því er reyfið ekki fullvaxið og heitir það þá snoð. Jón bóndi í Mófellsstaðakoti mun rýja og með honum verður föruneyti frá Ullarselinu á Hvanneyri sem mun spinna úr snoðinu jafnóðum og það kemur af fénu. Við hvetjum áhugasama um að kíkja í garðinn og fylgjast með. Það er opið um helgina frá kl. 10:00 til 17:00 en leiktæki eru enn í sínum vetrardvala.

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30