Fimmtudagurinn 27. apríl

Námskeið fyrir leik- og grunnskólanemendur 2016 -2017

Á síðasta skólaári tóku fræðslufreyjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins (FHG), í félagi við aðra starfsmenn garðsins, á móti 9.166 leik- og grunnskólanemendum í skipulagða fræðslu.  Að auki sóttu fjölmargir aðrir nemendur garðinn heim ásamt kennurum sínum.  Vinsælast hefur verið að koma á vorin en þær Unnur og Lilja Björk fræðslufreyjur garðsins vilja benda kennurum á að notalegt og fróðlegt er að heimsækja garðinn á öðrum tímum árs.  Leik- og grunnskólum Reykjavíkur stendur þjónusta fræðsludeildar til boða án endurgjalds sem og aðgangur í garðinn en aðrir skólar greiða skv. gjaldskrá.  Nánari upplýsingar um námskeið fræðsludeildar FHG er að finna undir flipanum námskeið hér að ofan. 

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30