Fimmtudagurinn 27. apríl

Æðarfuglaeldi

Þessa dagana taka dýrahirðar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins þátt í skemmtilegu verkefni í samstarfi við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur og í nánu samráði við Norræna húsið og Fuglavernd.  Verkefnið snýr að æðarungaeldi en andarvarpi hefur hnignað síðustu tvo áratugi við Tjörnina í Reykjavík.  Vilji borgaryfirvalda er að koma í veg fyrir að þær þrjár tegundir sem eru í mestri hættu hverfi þaðan.  Þessar þrjár tegundir eru duggönd, gargönd og æðarfugl.  Ástæða fækkunar andarfugla á Tjörninni er talið að megi rekja til skerðingar á varplandi í Vatnsmýrinni, minna fæðuframboðs í Tjörninni og aukið afrán á eggjum og ungum einkum af völdum sílamáfa og heimiliskatta. 

Heppilegast þótti að reyna að fjölga æðarfuglum þar sem miðað við atferli þeirra má búast við að æðarkollurnar sem eru á Tjörninni munu sækja í ungahópinn og taka við þeim eftir að þeim hefur verið sleppt.  Eggin koma úr æðavarpi Guðmundar Þorbjörns Björnssonar æðarbónda á Breiðafirði en hann kom með þau í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn fyrir nokkrum vikum.  Þar voru þau sett í útungunarvél.  Nú eru tæplega 20 ungar skriðnir úr eggjum og eru komnir á sérútbúið útisvæði í svokallaðri Styrmishöll.  Þar hafa þeir aðgang að lítilli tjörn, fá fóður og fylgst er náið með þeim dag hvern.  Þegar æðarungarnir eru orðnir nokkuð stálpaðir eða um 4-5 vikna verða þeir fluttir niður á Tjörn og hafðir til að byrja með í aðhaldi áður en þeim verður sleppt lausum. Aðstaða fyrir ungana verður byggð upp við Húsatjörn. Þetta búr mun ná út að vatninu og ungarnir komast þar líka á land , í skjól og í fóður. Eftir um það bil tveggja vikna aðlögun verður búrið opnað og ungunum sleppt lausum. Búrið mun standa og ætlunin er að fóðra ungana áfram þar. Búast má við að aðrir andarungar sæki í fóðurgjafirnar en það ætti að vera jákvætt fyrir þeirra afkomu.  Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta er gert við Tjörnina því árið 1957 var 65 æðarfuglum sleppt þar og tveimur árum síðar hófu þeir varp sem hefur staðið þar yfir síðan.  Það er því von þeirra sem standa að þessu verkefni að vel takist til og að hinir nýju ungar muni fylgja Tjarnaræðarfuglunum út á sjó í lok sumars og taka upp lífshætti þeirra og snúa svo að nýju á Tjörnina að ári. 

    

 

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30