Fimmtudagurinn 30. mars

Kettirnir Grágoggur og Fiðla

Í töluvert langan tíma hafa kettir verið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hlutverk þeirra hefur verið tvíþætt: að sýna sig og knúsa gesti en aðallega hafa þær verið besta lausnin til að halda niðri músagangi sem óhjákvæmilega fyrir dýrahaldi. Kisurnar hafa langflestar komið frá Kattholti, Kattavinafélagi Íslands. Kisurnar sem búa í garðinum hafa aðgang að húsnæði þar sem þær fá að éta, drekka og hvíla sig jafnt frá músaveiðum og gestum.

Í sumar fluttu læðan Fiðla og högninn Grágoggur frá Kattholti í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Fyrir var að störfum læðan Lafði Tabby en þó hún hafi verið öll að vilja gerð þá þurfti hún samstarfsfélaga. Grágoggur og Fiðla héldu sig til hlés fyrst um sinn en eru nú öll að sækja í sig veðrir og sinna músaveiðum af stakri snilld. Fiðla og Grágoggur mynduðu vinatengsl á fyrstu dögunum sínum á nýju heimili og nú éta þau, kúra og vinna oftast saman. 

       

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30