Mánudagurinn 24. apríl

Býflugurnar og blómin - hádegisganga

Góðan daginn,

Fimmtudaginn 4. ágúst verða býflugur heimsóttar auk þess sem litið verður til humla og geitunga og þau blóm skoðuð sem gagnast þessum duglegu flugum síðla sumars. Þá er aldrei að vita nema hunangssmakk úr Laugardalnum verði í boði fyrir áhugasama.

Jóna Valdís Sveinsdóttir yfirgarðyrkjufræðingur hjá Grasagarðinum og Tómas Óskar Guðjónsson forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins leiða þessa léttu og skemmtilegu hádegisgöngu.

Gangan er samstarfsverkefni Grasagarðsins, Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, Býflugnaræktendafélags Íslands og Garðyrkjufélags Íslands. 

Gangan hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 12 fimmtudaginn 4. ágúst. 

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! 

Nánari upplýsingar veita Jóna Valdís Sveinsdóttir í netfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Tómas Óskar Guðjónsson í netfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

byflugur

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30