Fimmtudagurinn 30. mars

Sumarferðalag Bylgjunnar

Á morgun laugardaginn 16.júlí verður Bylgjan​ með beina útsendingu úr Fjölskyldu- og húdýragaðinum milli klukkan 13 og 16. Í tilefni af 30 ára afmæli stöðvarinnar verður 30% afsláttur af aðgangseyri og dagpössum fyrir alla. Grillmeistarar frá Ali, drykkir frá Ölgerðinni og Emmessís verða í boði fyrir gesti og vonandi brakandi blíða :-) Hægt er að skrá sig í lukkuleik Bylgjunnar en í vinning er aðgangur og dagpassar fyrir alla fjölskylduna sem gildir 16.júlí. (http://bylgjan.is/leikir/fjolskyldu-og-husdyragardurinn/)

                                                                                                                

Hekla, Hekla og folöldin

Nú eru komin til sumardvalar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum tvenn mæðgin, þau Hekla og Álfakóngur frá Hofsstöðum í Garðabæ og Hekla frá Kálfholti og Hraunar frá Valstrýtu. 

Hekla (rauð) er 11 vetra undan Hróa frá Skeiðháholti og Vendingu frá Holtsmúla 1. Álfakóngur er undan Heklu og Ás frá Hofsstöðum en Ás er undan Álfi frá Selfossi og Brúnku frá Varmadal. 

Hekla (brún) er 20 vetra undan Krumma frá Kálfholti og Rispu frá Kálfholti. Hraunar er undan Heklu og Markúsi frá Langholtsparti. Markús er undan Orra frá Þúfu í Landeyjum og Von frá Bjarnastöðum. 

Álfakóngur og Hraunar eru báðir rauðir á lit en sjá má glitta í örlitla stjörnu á enni Hraunars.

Sumarhátíð Atlantsolíu í FHG

Á morgun, fimmtudaginn 23. júní, mun Atlantsolía að bjóða Dælulykilshöfum sínum og öllum í fjölskyldunni á árvissa sumarhátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Felix Bergson stýrir frábærri dagskrá milli 15-16 og þar mæta Sirkus Íslands, Solla Stirða, Siggi Sæti og Ingó Veðurguð sem kemur klárlega með gítarinn. Dælulykilshafar fá 50% afslátt af miðum og dagpössum í tækin þennan dag. Garðurinn er opin frá 10-18. 

13495431 1031939083525995 6119046225934481567 o

Sumaropnun frá 1.júní

Þann 1.júní breytist opnunartími í garðinum og opið verður frá kl. 10 til 18.  Þá opna einnig öll leiktæki garðsins og verða opin alla daga til og með 14. ágúst.  Kaffihúsið er opið alla daga en lokar hálftíma fyrir lokun garðsins.  

Í eftirfarandi leiktæki og hestateymingu þarf að borga með skemmtimiðum / dagpassa: 

Lest - 1 skemmtimiði á mann 
Hringekja - 1 skemmtimiði á barn 
Þrumufleygur - 2 skemmtimiðar á mann 
Krakkafoss - 2 skemmtimiðar á mann, hæðartakmörk 105 cm+
Bátar - 3 skemmtimiðar á bát (max tveir í bát)
Fallturn - 3 skemmtimiðar á mann, hæðartakmörk 110 cm+ 
Vatnaboltar - 3 skemmtimiðar á mann
Snjallhjól (segway) - 3 skemmtimiðar á mann, aldurstakmark 10 ára  
Ökuskóli - ókeypis, aldurstakmark 5 ára og hæðartakmak -140cm 
Hestateyming - virka daga frá kl. 14 til 14:45 - 1 skemmtimiði á mann
Með kaupum á dagpössum fá gestir ótakmarkaðan aðgang að tækjum garðsins daginn sem þeir eru keyptir og þurfa því ekki skemmtimiða. Aðgangseyrir er ekki innifalinn í dagpassa. Gjaldskrá má finna hér neðst á siðunni.  

Iðavöllur

Iðavöllur tekin í notkun á 26 ára afmæli Húsdýragarðsins

Svæði í Fjölskyldugarðshluta FHG hefur verið í endurbótum síðustu misseri. Svæðið hefur verið nú verið opnað að fullu og er um að ræða sullu og sandsvæði þar sem fólk á öllu maldri ætti að una sér vel. Árið 1990 þann 19.maí  var Húsdýragarðurinn opnaður og  um þremur árum síðar Fjölskyldugarðurinn. Nú 26 árum síðar er enn verið að opna nýjungar og um leiðfjölbreyttari afþreyingu. Einunnarorð garðsins hafa frá upphafi verið: að sjá, að læra, að vera og að gera. Má með sanni segja að þessi einkunnarorð eigi vel við á þessu svæði sem fengið hefur nafnið Iðavöllur. Samkvæmt norrænni goðafræði er Iðavöllu samkomustaður goðanna og eiga Æsir að hittast þar eftir ragnarök.

Strax og FHG var opnaður í morgun var fjöldi barna á ýmsum aldri mættur ásamt kennurum sínum.  Eftir að hafa fræðst um dýrin stór og smá skelltu þau sér í leik á nýja svæðinu. Meðfylgjandi myndir eru af  börnum af leikskólanum Holtakoti og öðrum gestum sem nutu veðurblíðunnar. 

 

 

         

                                                                                            

 

      

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30