Fimmtudagurinn 30. mars

Sauðburði lokið í Laugardalnum

Nú um Hvítasunnuhelgina lauk sauðburði í Fjölskyldu- og húsdýragraðinum. Alls báru 7 ær 13 hraustum lömbum. Hrúturinn Grámann fylgist vel með gangi mála úr sinni kró þó hann leggi ekki mikið til uppeldisins til að byrja með. Þessa dagana skiptast ærnar á að fara út með lömbin sín í útistýjurnar við útihúsin en nú óskar starfsfólk FHG eftir einum góðum rigningardegi svo grasið taki vaxtarkipp og hægt verði að hleypa öllum út á grænt gras sem fyrst.

Eitt af skemmtilegustu vorverkinum er svo þegar nautgripirnir geta farið að fara út á grænt gras. En þó nautgripirnir fari út alla daga allt árið eins og lang flest húsdýrin eru þau svo ansi spræk og lífleg fyrstu skiptin og gaman að fylgjast með þeim. Nú fer senn að styttast í að það verið hægt og í hugum margar er sá atburður merki þess að sumarið sé í raun komið. 

 

Hvítasunnuhelgin - opið frá kl. 10 til 17.

Opið verður alla hvítasunnuhelgina (14. til 16.maí) frá kl. 10 til 17.  Dagskrá í kringum dýrin má sjá hér til vinstri undir flipanum "Dagskrá" en sauðburður er nú hafinn og geitburði lokið.  

Eftirfarandi leiktæki verða opin um helgina;

Lest - ein ferð 1 skemmtimiði

Hringekja - ein ferð 1 skemmtimiði 

Þrumufleygur - einn leikur 2 skemmtimiðar

Fallturn - ein ferð 3 skemmtimiðar hæðartakmark +110 cm

Krakkafoss - ein ferð 2 skemmtimiðar hæðartakmark +105 cm

Ökuskóli - ókeypis, aldurstakmark 5 ára og eldri hæðartakmark -140 cm

Hestateyming frá kl. 14 til 14:30 - ein ferð 1 skemmtimiði

Sjá verðskrá skemmtimiða / dagpassa neðst á síðunni.  

Dýranámskeið sumarið 2016 - fullbókuð

Dýranámskeið fyrir 10-12 ára

Sumarið 2016 - fullt er orðið á öll námskeið og biðlista 

DÝRANÁMSKEIÐ Í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINUM

Námskeiðið stendur 10–12 ára krökkum (f. 2004–2006) til boða í sumar en þó með örlítið breyttu sniði miðað við undanfarin ár og helsta breytingin er að námskeiðið er frá kl. 9 til 12 í stað 10 til 15 áður og ekki er matur innifalinn.  Á námskeiðinu vinna krakkarnir með dýr garðsins og námskeiðið því upplagt fyrir krakka sem áhuga hafa á dýrum almennt. Þau taka þátt í verkum í fjárhúsi, hesthúsi, svínastíu og meðal villtu dýranna.  Auk þess eru framandi dýr heimsótt. 

Hvern dag gefst krökkunum tækifæri á að kíkja inn fyrir girðinguna hjá einhverri dýrategund og komast þá í mikið návígi við dýrin og getur það verið mjög spennandi. Námskeiðið er fimm virkir dagar og hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 12.00.  Eftir að námskeiði lýkur geta þátttakendur dvalið í garðinum þar til honum er lokað kl. 18:00. Á lokadegi námskeiðsins fá þátttakendur dagpassa í leiktæki Fjölskyldugarðsins. Það komast 10 krakkar að í hverri viku. 

Skráning fer fram í gegnum vefinn www.fristund.is en til að geta skráð þurfa forráðamenn (þeir sem skrá) að hafa íslykil eða rafræn skilríki og kennitölur þátttakenda og forráðamanna á hreinu.  Skráning hefst kl. 8:20 mánudaginn 25.apríl.  Undanfarin ár hafa námskeiðin verið gríðar vinsæl og fyllst fljótt. 

Námskeið       Tímabil
1. námskeið:    13. til 16.  júní (4 daga námskeið)  - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista
2. námskeið:    20. til 24. júní - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista
3. námskeið:    27.júní til 1.júlí  - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista
4. námskeið:    4. til 8. júlí - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista 
5.námskeið:     11. til 15.júlí  - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista 
6.námskeið:     18. til 22. júlí - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista
7.námskeið:     25. til 29. júlí - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista
8.námskeið:     2. til 5.ágúst  (4 daga námskeið) - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista
9.námskeið:     8. til 12. ágúst- fullt, ekki hægt að skrá á biðlista

SKRÁNING
Þátttökugjald er 17.500 krónur og veittur er 20% systkinaafsláttur.  Þátttökugjald fyrir 4 daga námskeið er 14.000 krónur. 

Innifalið í þátttökugjaldi er skemmtileg og lifandi fræðsla þar sem dýr garðsins koma mikið við sögu og dvöl í garðinum allan daginn auk dagpassa í leiktækin síðasta daginn.  

Rúningur sunnudaginn 20.mars

Guðmundur Hallgrímsson mætir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á sunnudaginn (20.mars) til að rýja sauðfé garðsins.  Þegar rúið er á þessum tíma árs er snoðið tekið en það er reyfið kallað þegar það er ekki fullvaxið. Rúningur hefst klukkan 13 og búast má við að allt sauðfé sé rúið klukkan 16. Með Guðmundi í för verða snillingar frá Ullarselinu á Hvanneyri sem munu spinna úr ullinni jafnóðum. Áhugasömum gefst kostur á að taka ilmandi ullarband með sér heim til að njóta.  

Opið verður alla helgina, alla Dymbilvikuna og alla páskana frá klukkan 10 til 17.  

Árskortshafar athugið.

Árskortshafar undanfarinna ára eru farnir að kannast vel við svokallaðra vinamorgna hjá okkur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Fyrir áramót kynntum við nýtt fyrirkomulag sem við munum bjóða upp á aftur enda tókst vel til. Í staðinn fyrir að bjóða upp á skítmokstur og almenn þrif í útihúsunum viljum við bjóða árskortshöfum að bjóða fram krafta sína við morgungjafir laugardaga og sunnudaga næstu helgar (til og með 3.apríl). Hafist er handa við að gefa hreindýrunum kl. 10:45, síðan selunum kl. 11:00 og að endingu refum og minkum kl. 11:30. Inn á milli munu dýrahirðar kynna ykkur fyrir öðrum íbúum garðsins. Ekki þarf að panta fyrirfram , aðeins að bjóða fram kraftana við dýrahirði á vakt sem tekur þennan rúnt ásamt aðstoðardýrahirðum alla morgna um helgar.

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30