Fimmtudagurinn 30. mars

Jólakötturinn farinn til sinna heima

Eins og margir vita hefur sjálfur Jólakötturinn verið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í desember og verið í rammlæstu búri í húsi sem kallast Hafrafell. Í morgun var óvenju hljótt við Hafrafell en kötturinn hefur gefið frá sér alls konar hljóð og þegar dýrahirðar höfðu safnað í sig kjark og þorðu að athuga kom í ljós að kötturinn er farinn. Eigandi kattarins Grýla hefur eflaust verið farin að sakna hans og náð í hann heldur fyrr en vanalega. Starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðs þakka þeim fjölmörgu sem kíktu á köttinn fyrir komuna og kettinum fyrir innlitið. Fastlega er reiknað með að hann láti sjá sig í desember .

 

Opnunartími um jól og áramót.

Það er opið alla daga í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.  Þó er opnunartíminn styttur og þjónustan skert 24., 25. og 31.desember og 1.janúar þegar opið er frá kl. 10 til 12 og lokað í Kaffihúsi og Minjagripaversluninni.  Alla aðra daga er opið frá kl. 10 til 17.  

Klaufsnyrting og rúningur

Sunnudaginn 6.desember mætir Guðmundur Hallgrímsson til að rýja sauðfé garðsins og snyrta klaufir nautgripa.  Hann hefst handa við klaufsnyrtingu kl. 12 og fer að henni lokinni í fjárhúsið og byrjar að rýja kl. 13.  Með honum í för verða félagar hans úr Ullarselinu á Hvanneyri sem munu spinna úr ullinni jafn óðum og hún kemur af ánum og hrútnum Grámanni. 

Jóladalurinn

Aðventan í Laugardalnum býður upp á eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Í fallegu umhverfi getur fjölskyldan átt saman skemmtilegan dag; kíkt á dýrin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, skautað í kringum jólatré í Skautahöllinni, heimsótt Ásmundarsafn, gengið um Grasagarðinn, fengið sér heitt kakó og jólalegar veitingar á Flórunni og stungið sér í Laugardalslaugina undir stjörnubjörtum himni. Sjálfur jólakötturinn hefur svo komið sér vel fyrir í Húsdýragarðinum þar sem hann býr yfir jólin. Óargadýrið bregður sér oft af bæ, fer í göngutúr um Laugardalinn og kemur þá víða við og veldur usla. Og ef vel er að gáð má sjá spor eftir jólaköttinn og kannski glittir í glyrnur í glugga…  

Dýrin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum eru óðum að komast í jólaskap enda garðurinn orðinn jólalegur með jólaseríum á útihúsunum auk þess sem selalaugin er vel skreytt sem fyrri ár. Aldagamall, fallegur og jólaskreyttur hestvagn tekur á móti gestum í móttökuhúsinu.  Dýrin vilja vekja athygli á því að opið er alla daga ársins í garðinum.  Þó er opnunartíminn aðeins styttur á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag þegar opið er frá kl. 10 til 12 og lokað í Kaffihúsinu en aðra daga er opið frá 10 til 17 og opið í Kaffihúsinu.  

Í garðinum hefur verið útbúið harðlæst athvarf þar sem jólakötturinn getur hvílt lúin bein en fyrir síðustu jól voru nokkur læti í honum þar sem hann lá í fleti sínu. Hann olli einnig nokkrum usla á næturbrölti sínu um Laugardalinn. Búist er við að hann verði kominn í fleti sitt við upphaf aðventu (28.nóv).  

Önnur dýr garðsins verða að sjálfsögðu heima við og þiggja heimsókn frá stilltum og prúðum börnum og foreldrum, ömmum, öfum, frænkum og frændum. Dýrin fá jólatuggu, jólasíld og hvað sem við á og jólalegt tilboð verður handa mannfólkinu í kaffihúsi garðsins.   

Hópum og öðrum sem koma í garðinn virka daga er boðið að fara ferð í hringekjunni frá kl. 10 til 12 og að auki verður opið í hringekju og lest um helgar frá upphafi aðventu og fram að jólum ef veður og færð leyfir.  

Ókeypis er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn fyrir nemendur og starfsfólk leik- og grunnskóla auk frístundaheimila Reykjavíkur á skóla- og frístundaheimilatíma. Aðrir skólar greiða aðgangseyri skv. gjaldskrá.

Þá er Jólatilboð til hópa í kaffihúsi garðsins þar sem heitt kakó og uppáhalds jólasmákökur Stúfs eru á 350 krónur á mann. Starfsfólk garðsins verður í kisulegu jólaskapi og jólatónlist ómar. Tekið verður á móti hópum í heitt kakó og smákökur frá klukkan 10:00 virka daga frá 30.nóvember og fram að jólum.

Bóka þarf fyrirfram í kakó og smákökur hjá starfsfólki Kaffihúss í síma 411-5915 / 411-5914.  

 

Kötturinn Grágoggur á lítið skylt með Jólakettinum enda hvers manns hugljúfi.  

Fjölgun í skriðdýrahúsinu

Algengur misskilningur skýtur reglulega upp kollinum að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn leggist í dvala yfir vetrarmánuðina.  Það er aldeilis ekki rétt því þar er opið alla daga ársins og alltaf eitthvað nýtt og spennandi um að vera.  Leiktækin sem þurfa mönnun eru þó komin í vetrardvala en dýrin taka næstum daglega upp á einhverju nýju og spennandi.

Í vetrarkuldanum getur verið notalegt að virða fyrir sér íbúana í húsinu sem starfsfólkið kallar alla jafna skriðdýrahúsið en þar er hlýtt og notalegt allt árið. Þar má finna tvær tegundir eðla, snák, ýmis afbrigði froska, páfagauka, kakkalakka, sporðdreka, þúsundfætlur og önnur spennandi dýr.    

Í sporðdrekabúrinu urðu þau tíðindi á dögunum að asísku skógarsporðdrekunum fjölgaði.  Áður en æxlun á sér stað fer fram hjá sporðdrekum flókinn biðilsdans.  Makinn er fundinn eftir að boðskipti milli dýra fara fram þar sem bæði titringur og lyktarhormón koma við sögu.  Þegar rétti makinn er fundinn getur eiginleg æxlun farið fram.  Þá læsir karldýrið klónum í fremstu fótapör kvendýrsins og leiðir hana um líkt og þau dansi.  Karldýrið kemur sæði sínu ekki beint um kynop kvendýrsins heldur skilur eftir sig sæðisekk á hentugum stað og leiðir kvendýrið þar yfir þaðan sem sæðið virkjast og berst í kynop hennar og frjóvgun verður. 

Eftir að hinir nýju sporðdrekar eru komnir í heiminn halda þeir til á baki móður sinnar þar til skel þeirra hefur harðnað eða í 10 til 20 daga.

   

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30