Fimmtudagurinn 30. mars

Hnakkurinn Seifur í FHG

Eins og áður hefur verið sagt frá fékk FHG veglega gjöf frá heilbrigðistæknifyrirtækinu Össuri. Hnakkurinn Seifur var afhendur og strax prófaður af hressum krökkum frá frístundaheimilinu Guluhlíð. Hér á eftir fylgja nokkrar myndir af þessum skemmtilega viðburði.  

    

Vegleg gjöf frá heilbrigðistæknifyrirtækinu Össuri til FHG

Fjölskyldu –og húsdýragarðurinn er afar vinsæll afþreyingastaður fyrir börn og ekki hvað síst fyrir börn með sérþarfir. Hestarnir eru á meðal þeirra dýra sem eru hvað mest eftirsóknarverð og frá því að garðurinn var opnaður árið 1991, hefur börnum gefist kostur á að fara á hestbak. Hingað til hefur ekki verið mögulegt að bjóða börnum á hestbak sem eiga við mikla hreyfihömlun að stríða. Vakning hefur orðið í þessum málum og stendur vilji starfsmanna FHG til þess að bæta aðgengi fatlaðra barna og gera þeim kleift að njóta garðsins á sama hátt og önnur börn. 

Hallveig Guðmundsdóttir dýrahirðir hafði fyrir nokkrum misserum frumkvæði að leita til heilbrigðistæknifyrirtækisins Össurar hf með von um samstarf enda hafa þau þar á bæ góða þekkingu til þessa málaflokks. Skemmst er frá því að segja að gengið var að samstarfinu og eru tveir hnakkar af gerðinni Seifur sem er sérsmíðaður fyrir börn með sérþarfir væntanlegir í garðinn.  Hnakkarnir eru smíðaðir af Brynjólfi Guðmundssyni söðlasmiði í Hlöðutúni í Stafholtstungum.  Á morgunn þriðjudag (18.ágúst) kl. 11:00 fær Hallveig fyrir hönd garðsins hnakkana afhenda.  Seifur verður strax prufukeyrður af nokkrum börnum frá Íþróttasambandi fatlaðra sem hafa í sumar sótt hestanámskeið.  

Kettirnir Grágoggur og Fiðla

Í töluvert langan tíma hafa kettir verið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hlutverk þeirra hefur verið tvíþætt: að sýna sig og knúsa gesti en aðallega hafa þær verið besta lausnin til að halda niðri músagangi sem óhjákvæmilega fyrir dýrahaldi. Kisurnar hafa langflestar komið frá Kattholti, Kattavinafélagi Íslands. Kisurnar sem búa í garðinum hafa aðgang að húsnæði þar sem þær fá að éta, drekka og hvíla sig jafnt frá músaveiðum og gestum.

Í sumar fluttu læðan Fiðla og högninn Grágoggur frá Kattholti í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Fyrir var að störfum læðan Lafði Tabby en þó hún hafi verið öll að vilja gerð þá þurfti hún samstarfsfélaga. Grágoggur og Fiðla héldu sig til hlés fyrst um sinn en eru nú öll að sækja í sig veðrir og sinna músaveiðum af stakri snilld. Fiðla og Grágoggur mynduðu vinatengsl á fyrstu dögunum sínum á nýju heimili og nú éta þau, kúra og vinna oftast saman. 

       

Tónleikar sunnudaginn 2.ágúst

 

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni verður efnt til glæsilegrar tónlistarveislu í garðinum kl. 14:30 n.k. sunnudag 2. ágúst þar sem fram kemur fjöldi vinsælla tónlistarmanna og skemmtikrafta.

Þeir sem fram koma eru AmabaDama, Glowie, Dísa og Jack Magnet Quintet. Glowie á sem kunnugt er vinsælasta lag landsins um þessar mundir, No more sem trónað hefur á toppi vinsældalista um nokkra hríð. AmabaDama og JFM hafa leitt saman hesta sína að undanförnu með góðum árangri en Salka Sól söngkona Amabadama var sem kunnugt er valin Söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu. 

Dísa, sem búsett er í Danmörku kemur nú fram á Íslandi í fyrsta sinn síðan á Airwaves 2014.

Aðsókn á tónleika í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um Verslumarmannahelgina hefur á undanförnum árum verið mjög mikil, því þrátt fyrir að margir séu á faraldsfæti eru þó enn fleiri í Reykjavík þessa helgi.  

Venjulegur aðgangseyrir gildir á tónleikadag en það er ókeypis fyrir 0-4 ára, 600 krónur fyrir 5-12 ára, 800 krónur fyrir 13 ára og eldri og ókeypis fyrir ellilífeyrisþega , öryrkja og handhafa árskorta. 

Atlantsolía býður dælulykilshöfum sínum tveir fyrir einn af aðgangseyri og 50 % afslátt af dagpössum - athugið að afslátturinn gildir ekki fyrir staka skemmtimiða einungis dagpassa.  Tilboð Atlantsolíu gildir alla verslunarmannahelgina (laugar-, sunnu- og mánudag).  

Garðurinn er opinn frá kl. 10 til 18 og fjölskyldan getur öll fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði í fjölbreytilegri tónlist og annarri upplifun í íslenskri veðurblíðu á þeim skjólsæla og gróðursæla stað sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal er .

Tonleikarvefur2

 

Afmælisveisla 18.júlí

Það verður húllumhæ í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum laugardaginn 18.júlí þegar söngfuglarnir í Söngvaborg fagna 15 ára afmæli sínu auk þess sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fagnar 25 ára afmæli.  Af því tilefni sendir Bylgjan beint út frá garðinum frá kl. 12:20 til 16:00.  Emmess ís ætlar að gefa gestum ís, Ölgerðin og "Joe and the Juice" gefa gestum svalandi drykki og Ali ætlar að grilla góðgæti ofan í mannskapinn.  

Skemmtidagskrá á sviði í Fjölskyldugarðinum hefst kl. 14:00

Söngvaborg, Sigga Beinteins, María Björk, Masi, Lóa ókurteisa, Subbi sjóræningi og Georg munu skemmta gestum ásamt Öldu Dís, BMX, Jón Arnór úr Iceland got Talent og ungum efnilegum söngvurum.

Þá verða leiktæki opin og dýrin í góðum gír og þeim gefið samkvæmt dagskrá.   

Veittur verður 40% afsláttur af dagpössum og aðgangseyri þann 18. júlí nk. 

Sjáumst í afmælisgírnum þann 18.júlí.  

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30