Fimmtudagurinn 30. mars

Í sól og sumaryl

Veðrið hefur leikið við menn og dýr á höfuðborgarsvæðinu og hafa íbúar og gestir Laugardals ekki farið varhluta af því.

Nautgripirnir kúrðu sig í grasið og fengu sér tuggu meðan hugrakkir krakkar fóru efst upp í útsýnisturninn Skyggni, tóku lauflétt sporið í Dansleiknum eða kríluðu í Naglfari.

               

Sumar, vetur, vor og haust garðurinn iðar að lífi endalaust

Markmið með byggingu garðsins hefur frá upphafi verið að kynna gestum íslensku húsdýrin, færa þá nær íslenskum búskaparháttum og efla tengsl milli manna og dýra. Fræðsludeild er starfrækt í garðinum og komu um 11 þúsund börn á leik og grunnskólaaldri í skipulagða fræðslu á vegum garðsins síðastliðið skólaár í 10 mismunandi námskeiðum. Óhætt er að segja að hér sé allt iðandi af fjölbreyttu lífi allt árið um kring.

Vinna með heimsóknina og upplifun barnanna er auðvitað mjög mismundandi. Börnin á Tröllabjargi í leikskólanum Hömrum sendu þessar flottu myndir sem þau teiknuðu eftir eina af heimsóknum sínum. Myndirnar eru nú til sýnis í kaffihúsinu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og verða út sumarið.  

                                                                                                                               

 

Lokað frá kl: 13:00 19.júní

Ríkisstjórnin hefur hvatt vinnuveitendur, jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, til þess að veita starfsmönnum sínum frí 19. júní eins og kostur sé svo þeir geti tekið þátt í skipulögðum hátíðahöldum þann dag sem áformuð eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.  Stjórnendur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa ákveðið að verða við þessu og því verður aðeins opið í garðinum til kl. 13:00 þann 19.júní.  

Gola er köstuð

Hryssan Gola sem er ein af hrossum garðsins kastaði í morgunn myndarlegu hestfolaldi.  Folaldið sem er undan Golu og Hákoni frá Ragnheiðarstöðum er jarpstjörnótt með leista og braggast vel.  Meðgöngutími hryssa er 11 mánuðir en mestan part meðgöngunnar var hún í leyfi frá störfum í garðinum ef svo má að orði komast.  Þá dvaldi hún austur í Landeyjum en kom nýlega aftur í garðinn þar sem hún kastaði í morgunsárið.  Myndir segja meira en þúsund orð og má sjá myndir af þeim mæðginum hér að neðan.  

 

 

 

 

 

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30