Fimmtudagurinn 27. apríl

Námskeið fyrir leikskólanemendur 2015 til 2016

Húsdýrin okkar. 
Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er að finna öll helstu húsdýr okkar Íslendinga.  Við bjóðum leikskólanemendum að koma og heimsækja þau, kynnast einstaklingum sem hér búa og fræðast um fjölskyldugerð þeirra, helstu nytjar og líkamseinkenni.  Hámarksfjöldi á hvern leiðsögumann er 20 nemendur og við getum tekið á móti tveimur hópum í einu á öllum aldri.    
 
Hugrakkir krakkar. 
Það eru ekki bara hefðbundin húsdýr sem búa í garðinum því hér er einnig að finna skordýr, froskdýr og skriðdýr.  Við bjóðum hugrökkum krökkum að kynnast þeim betur og þeim allra hugrökkustu bjóðum við að handfjatla skordýrin sem það þola.  Að auki heimsækjum við einhver stærri dýranna og komumst í meira návígi við þau en gengur og gerist. Hvaða dýr það verður getum við ákveðið í sameiningu þegar í garðinn er komið eða tengt það verkefnum í skólanum.  Hámarksfjöldi á hvern leiðsögumann er 10 nemendur og við getum tekið á móti tveimur hópum í einu á öllum aldri þó þessi heimsókn henti þeim eldri betur.  
 
 
Ókeypis er á námskeiðin fyrir nemendur leikskóla Reykjavíkur á hefðbundnum skólatíma.  Fyrir leikskóla utan Reykjavíkur kostar 4000 krónur fyrir hópinn á hvort námskeið og aðgangseyrir skv. gjaldskrá.  

 

 

 

 

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30