Fimmtudagurinn 27. apríl

Framkvæmdir og sumaropnun

Nú nálgast sumaropnunin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Sumaropnun hefst þann 31. maí og lengist þá opnunartíminn og verður frá kl. 10 til 18.

Eins og gestir hafa eflaust tekið eftir standa yfir margvíslegar framkvæmdir í garðinum um þessar mundir. Hafin er bygging nýrrar miðasölu og móttökuhúss við aðalinngang gegnt Skautahöllinni og hefur inngangur garðsins því verið fluttur tímabundið að gamla innganginum í Fjölskyldugarðinum. Byggingu hússins á að ljúka í september.

Í Fjölskyldugarðshlutanum er verið að vinna í þremur stórum verkefnum. Verið er að ljúka við nýtt vað- og vatnsleikjasvæði við tjörnina. Reiknað er með því að svæðið verði opnað í júní. Þá er búið að endursmíða allt litla kofaþorpið við Klifurkastalasvæðið. Nú er verið að vinna að frágangi þess svæðis og ætti því verki að ljúka á næstu dögum. Í þriðja lagi er verið að smíða nýja aðstöðu fyrir smágröfurnar sem kemur til með að bæta verulega úr umgengni við þær. Því verki lýkur einnig á næstunni.

Loks má nefna meiriháttar viðhald á Krakkafossi (rugguskipi) en endursmíða þurfti alla bekki í leiktækinu auk ryðhreinsunar og málningarvinnu. Tækið opnar fyrir 1. Júní.

Þar sem ótíð var mikil í vor og svell yfir öllu langt fram eftir hafa verk tafist nokkuð og biðjumst við velvirðingar á því. Það skal ítrekað að kapp er lagt á að ljúka öllum framkvæmdum hér eins fljótt og auðið er.  

Smahus1 Grofur1
Nýtt kofaþorp Nýtt gröfusvæði

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30