Fimmtudagurinn 27. apríl

Hversdagshetja heiðruð.

Steinn sem reistur hefur verið til heiðurs Hrefnu Haraldsdóttur, þroskaþjálfa og foreldraráðgjafa, verður afhjúpaður fimmtudaginn 19. júní í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.  Athöfnin hefst kl. 16.00.

Hrefna Haraldsdóttir vann alla sína starfsævi í þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra.  Á 70 ára afmæli hennar árið 2013 ákvað hópur foreldra fatlaðra barna að láta gera stein sem virðingarvott fyrir allt það starf sem Hrefna hefur unnið.  Hjá Hrefnu var, að sögn Ástu Friðjónsdóttur hjá Þroskahjálp, vinnudagurinn aldrei tímasettur því hún gaf sér alltaf tíma til að styðja foreldra sem til hennar leituðu.  Hún er vakin og sofin yfir velferð fatlaðra barna og þykir sannkölluð hversdagshetja sem elskuð er og dáð af foreldrum fatlaðra barna og börnunum sjálfum.  

Borgaryfirvöld tóku vel í þá hugmynd að finna steininum stað í garðinum og hefur honum verið komið fyrir í nýju steinabeði þar sem nýtt vaðleikjasvæði er nú í uppbyggingu.  

Steinninn er gerður af Páli í Húsafelli. 

Vinir og samferðamenn Hrefnu Haraldsdóttur ætla af þessu tilefni að gera sér dagamun og verður boðið upp á kaffi og grillaðar pylsur. Björn Kristinsson saxafónleikari ásamt Jóni Orra (gítar) félaga sínum spila saman og gera stundina enn hátíðlegri með ljúfum tónum.  

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30