Fimmtudagurinn 27. apríl

Saga garðsins

Húsdýragarðurinn

Ákvörðun um byggingu Húsdýragarðs í Laugardal var tekin af borgarráði Reykjavíkur þann 22. apríl 1986.

Markmið með byggingu hans var að kynna borgarbúum íslensku húsdýrin, færa þá nær íslenskum búskaparháttum og efla tengsl á milli manna og dýra.

Framkvæmdir við byggingu garðsins hófust árið 1989 og á einu ári voru reist sex hús til dýrahalds, steypt selatjörn, landslag mótað fyrir refi, minka og hreindýr, beitarhólf afgirt og komið upp fiskeldiskerjum. Auk þessa var Hafrafelli, gömlu íbúðarhúsi Örlygs Sigurðssonar listmálara, breytt í skrifstofu og kennslusalur útbúinn úr vinnustofu hans.

draupnir1 hreindyr

Í starfssemi Húsdýragarðsins er reynt að vera til fyrirmyndar og í vaxtarbroddi í dýravernd. Gert er ráð fyrir rúmlega tuttugu dýrategundum og er markmiðið að gera þeim dýrum sem lifa á Íslandi góð skil en þó með sérstaka áherslu á húsdýrin. Stefnt er að því að hafa fá dýr af hverri tegund og leitast við að sýna afbrigði, litbrigði, bæði kynin og afkvæmi þeirra.

Garðurinn hefur umsjón með Þerney í Kollafirði og er eyjan nýtt sem orlofsstaður fyrir dýr garðsins. Stefnt er að því að þau dýr sem að á annað borð eiga heimangengt fái a.m.k. jafnlangt sumarfrí og starfsmenn.

Húsdýragarðurinn var opnaður með viðhöfn af Magnúsi L. Sveinssyni forseta borgarstjórnar þann 19. maí 1990.

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30