Fimmtudagurinn 27. apríl

Saga garðsins

Svæðið

Í dag er Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á 91.660 m2 lóð. Í tillögum borgaryfirvalda að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laugardal (frá 27.09. 2004) er gert er ráð fyrir stækkun Fjölskyldu og húsdýragarðs til vesturs með viðbótarlóð sem nemur um 24.000 m2 að stærð.

2012 settu borgaryfirvöld fram áætlun til 5 ára um uppbyggingu húsnæðis í garðinum til þess að bæta úr húsnæðisskorti garðsins. Húsnæðið sem er í garðinum hefur raunar alltaf staðið starfseminni fyrir þrifum, bæði vegna aldurs sumra húsanna sem og plássleysis í þeim.

Meðfram þeirri vinnu var deiliskipulagi garðsins breytt og nýjir byggingareitir skilgreindir innan núverandi svæðis.

Mottokuhus

2014 var hafist handa við byggingu nýs móttöku og miðasöluhúss sem tekið verður í notkun haustið 2014. Í framhaldi af þeirri byggingu verður byggt fræðslu, sýninga- og starfsmannahús. Þá standa vonir til þess að byggt verði yfir þá starfsemi á næstu árum sem nú er hýst í tjöldum.

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30