Fimmtudagurinn 27. apríl

Breyttur opnunartími

Á mánudaginn (15.ágúst) breytist opnunartíminn í Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og opið verður frá kl. 10 til 17 og fóðrunartímar hjá dýrum breytast lítillega. 

Í næstu viku (15. – 19.ágúst) verða leiktækin opin eftir því sem kostur er en staðreyndin er sú að sumarstarfsfólkið sem stýrt hefur tækjunum fer nú að týnast aftur til sinna vetrarverka í framhalds- og háskólum. 

Leiktæki Fjölskyldugarðsins verða opin allar helgar héðan í frá til og með fyrstu helgi í september en Húsdýragarðurinn opinn sem fyrr alla daga.  

Býflugurnar og blómin - hádegisganga

Góðan daginn,

Fimmtudaginn 4. ágúst verða býflugur heimsóttar auk þess sem litið verður til humla og geitunga og þau blóm skoðuð sem gagnast þessum duglegu flugum síðla sumars. Þá er aldrei að vita nema hunangssmakk úr Laugardalnum verði í boði fyrir áhugasama.

Jóna Valdís Sveinsdóttir yfirgarðyrkjufræðingur hjá Grasagarðinum og Tómas Óskar Guðjónsson forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins leiða þessa léttu og skemmtilegu hádegisgöngu.

Gangan er samstarfsverkefni Grasagarðsins, Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, Býflugnaræktendafélags Íslands og Garðyrkjufélags Íslands. 

Gangan hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 12 fimmtudaginn 4. ágúst. 

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! 

Nánari upplýsingar veita Jóna Valdís Sveinsdóttir í netfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Tómas Óskar Guðjónsson í netfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

byflugur

VR stéttarfélag bíður frían aðgangseyri mánudaginn 1.ágúst

Jæja nú líður senn að Verslunarmannahelgi.

Af tilefni frídegi verslunarmanna ætlar VR stéttarfélag að bjóða frítt inn í Fjölskyldu- og húsdýragaðinn mánudaginn 1.ágúst.

Frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur fyrst fimmtudaginn 13. september 1894, skömmu eftir að tilkynnt var á félagsfundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að allir kaupmenn og verslunarstjórar stærri verslana í Reykjavík hefðu boðist til að gefa starfsmönnum sínum frídag til að þeir gætu skemmt sér. Frídagur verslunarmanna varð almennur frídagur uppúr miðri síðustu öld. Í ár fellur hann á mánudaginn 1. ágúst.

Vonum að allir eigi góða daga um Versló menn sem dýr :-) 
Kveðja starfsfólk FHG og VR stéttarfélag

https://www.vr.is/media/3534/vrlogo_medium.jpg

 

 

 

Hekla, Hekla og folöldin

Nú eru komin til sumardvalar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum tvenn mæðgin, þau Hekla og Álfakóngur frá Hofsstöðum í Garðabæ og Hekla frá Kálfholti og Hraunar frá Valstrýtu. 

Hekla (rauð) er 11 vetra undan Hróa frá Skeiðháholti og Vendingu frá Holtsmúla 1. Álfakóngur er undan Heklu og Ás frá Hofsstöðum en Ás er undan Álfi frá Selfossi og Brúnku frá Varmadal. 

Hekla (brún) er 20 vetra undan Krumma frá Kálfholti og Rispu frá Kálfholti. Hraunar er undan Heklu og Markúsi frá Langholtsparti. Markús er undan Orra frá Þúfu í Landeyjum og Von frá Bjarnastöðum. 

Álfakóngur og Hraunar eru báðir rauðir á lit en sjá má glitta í örlitla stjörnu á enni Hraunars.

Sumaropnun frá 1.júní

Þann 1.júní breytist opnunartími í garðinum og opið verður frá kl. 10 til 18.  Þá opna einnig öll leiktæki garðsins og verða opin alla daga til og með 14. ágúst.  Kaffihúsið er opið alla daga en lokar hálftíma fyrir lokun garðsins.  

Í eftirfarandi leiktæki og hestateymingu þarf að borga með skemmtimiðum / dagpassa: 

Lest - 1 skemmtimiði á mann 
Hringekja - 1 skemmtimiði á barn 
Þrumufleygur - 2 skemmtimiðar á mann 
Krakkafoss - 2 skemmtimiðar á mann, hæðartakmörk 105 cm+
Bátar - 3 skemmtimiðar á bát (max tveir í bát)
Fallturn - 3 skemmtimiðar á mann, hæðartakmörk 110 cm+ 
Vatnaboltar - 3 skemmtimiðar á mann
Snjallhjól (segway) - 3 skemmtimiðar á mann, aldurstakmark 10 ára  
Ökuskóli - ókeypis, aldurstakmark 5 ára og hæðartakmak -140cm 
Hestateyming - virka daga frá kl. 14 til 14:45 - 1 skemmtimiði á mann
Með kaupum á dagpössum fá gestir ótakmarkaðan aðgang að tækjum garðsins daginn sem þeir eru keyptir og þurfa því ekki skemmtimiða. Aðgangseyrir er ekki innifalinn í dagpassa. Gjaldskrá má finna hér neðst á siðunni.  

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30