HLUTFALL LEYFILEGS GESTAFJÖLDA
62%

Hundadagar á miðvikudögum

30 nóvember 2022

I'm reading

Hundadagar á miðvikudögum

DÝR – Dýraþjónusta Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn halda áfram að bjóða hundum sem skráðir eru í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum að koma í heimsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á opnunartíma á miðvikudögum. Hver hundur skal vera í fylgd og ábyrgð fullorðins einstaklings. Hundarnir skulu bera merki síns sveitarfélags á hálsól, vera fullfrískir, fullbólusettir, ormahreinsaðir og tíkur á lóðaríi eru ekki leyfðar. Allir hundar þurfa að vera í stuttum taumi (ekki útdraganlegum) og með ól eða í beisli sem passar vel. Farið er fram á að hundarnir séu vanir að umgangast aðra hunda. Eigendur eru beðnir að koma hundum úr aðstæðum sem augljóslega eru streituvaldandi fyrir hundana eða dýr garðsins. Starfsfólk áskilur sér rétt að vísa hundum frá ef þeir eiga erfitt með heimsóknina eða hafa neikvæð áhrif á aðra hunda, gesti eða dýr garðsins. Hundunum verður heimilt að vera utandyra í garðinum en gönguleiðin meðfram refagirðingunni verður lokuð hundaumferð. Allir eigendur skulu hafa meðferðis poka til að taka upp eftir hunda sína.

Nú er lítið mál að skrá hundana sína í Reykjavík þar sem öll skráning er rafræn á www.island.is og hvetur Dýraþjónusta Reykjavíkur öll sem eiga það eftir að drífa í því.

Share this post
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Tengt efni
Viltu fá fréttir frá okkur!
Fáðu fréttir beint með tölvupósti.