Afsláttur á dagpössum um helgar í maí

Ærslabelgur

Töluvert er um framkvæmdir í garðinum en mest Fjölskyldugarðsmegin.  Unnið er að því hörðum höndum að gera öll leiktæki og leiksvæði í garðinum tilbúin fyrir sumarið enda árstíminn fyrir jarðvinnu á vorin. Vegna þessa framkvæmda hefur verð ákveðið að gefa 50% afslátt af dagpössum í tækin sem opin verða um helgar í maí.

Meðal þeirra breytinga sem nú þegar hafa verið gerðar eru að lestin fer nú með farþega hring í Fjölskyldugarðinum með stoppistöð á milli ökuskóla og hjólabrautar. Hringekjan hefur að mestu verið tekin niður og er hluti hennar nú staddur á Ítalíu í yfirhalningu. Hringekjan mun svo verða sett upp að nýju í Fjölskyldugarðinum. 

Starfsfólk garðsins er mjög spennt yfir þessum endurbótum og hlakkar til að bjóða gestum upp á nýjungar á ýmsum sviðum.