Álftin flogin á brott

álftís

Álftin sem sem flutt var hingað eftir miklar hremmingar á Urriðakotsvatni hresstist fljótt og gerði sér loks lítið fyrir og strauk af sjúkrahúsinu. Það má segja að strokið hafi stafað af góðu einu því fuglinn var orðinn nægilega orkumikill til þess að lyfta sínum þunga búk og fljúga á brott. Álftin er stærsti íslenski varpfuglinn og getur vegið allt að 11 kíló með tveggja metra vænghaf. Eins og alkunna er þá hafði álftin flækt gogg sinn í áldós utan af gosdrykk og var því bjargarlaus. Nú er bara að vona að álftin óheppna lendi ekki í fleiri hremmingum og nái fyrri styrk. Tómar gosdósir eiga síðan að sjálfsögðu að fara í endurvinnsluna en ekki út í náttúruna.