Gestir athugið - breytingar í vændum

logo fhg

Vegna aðstæðna í samfélaginu þurfum við að breyta til og minnka umsvif í garðinum.  Frá og með 11. ágúst verður garðurinn opinn alla daga frá kl. 10 til 17 og miðvikudagskvöldopnanir leggjast af þar til næsta vor. Veitingasala verður opin vikuna 10. til 16.ágúst frá kl. 10 til 16.  Reynt verður að hafa 3-4 leiktæki opin dagana 11. til 14. ágúst og staðan tekin í miðri þeirri viku með opnun leiktækja um helgar í haust.  Hvaða leiktæki eru opin hverju sinni má sjá á forsíðu heimasíðunnar okkar.  Við þökkum sýndan skilning og minnum á mikilvægi þess að hvert og eitt okkar sinni sínum sóttvörnum eftir allra besta megni.