Helgin 22. og 23.ágúst

Naglfar

Helgina 22. og 23. ágúst verður opið frá kl. 10 til 17 og að öllu óbreyttu verður opið í Sleggju, hringekju, fallturni, rugguskipi og ökuskóla auk þess sem lestirnar tvær keyra til skiptis.  Kaffihúsið verður opið frá kl. 10 til 16 og biðjum við gesti að virða einstefnu þar og allar sóttvarnir.  Líkt og annars staðar eru fjöldatakmarkanir í garðinum og miðast við 200 manns (16 ára og eldri)  í hvorum garði (Fjölskyldu og húsdýra).   Vegna fjöldatakmarkana og góðu veðurútliti má búast við að einhverjar biðraðir myndist en við það verður ekki ráðið í þessu ástandi.   Við þökkum sýndan skilning og minnum á mikilvægi þess að hvert og eitt okkar sinni sínum sóttvörnum eftir allra besta megni.

Áfram er lokað í loðdýra-, skriðdýra- og smádýrahús og dagskrá í kringum dýrin fellur niður en þeim auðvitað sinnt eftir sem áður.