Jólakattahreysið opnað á kvöldopnun 27.nóvember

Jólakötturinn

Starfsfólk garðsins hefur fengið þau skilaboð að Jólakötturinn ætli enn og aftur að leggja leið sína í Laugardalinn og líklega hefur hann ekki látið af slæmri hegðun sem viðgengist hefur gegnum aldirnar.  Því hefur verið reistur kofi fyrir kisa inn í sjoppunni og þar má hann vera yfir jólin svo hann nái hvorki að hrella menn né dýr.  Huguðum gestum er velkomið að líta í heimsókn til Jólakattarins en opið verður í hreysi hans á hefðbundnum opnunartímum frá og með miðvikudeginum 27.nóvember kl. 16:00.