Jólastjörnustund með Sævari Helga Bragasyni 18.desember

Jólaskreytt brúin

Miðvikudagskvöldið 18.desember ætlar Sævar Helgi Bragason að kíkja í garðinn og segja frá stjörnuhimninum og ef vel viðrar þá lítum við til himins og fáum frá honum fróðleik um leið. Hann ætlar að koma kl. 18 og eins og aðra virka daga í desember er frítt inn.  Vanalega er opið í garðinum til kl. 17 en á miðvikudögum er opið til kl. 20 og tilvalið að kíkja á jólaskreyttan garðinn í myrkrinu.