Leik- og grunnskólakennarar athugið

forvitin aligæs

Undir flipanum námskeið má sjá yfirlit yfir þá fræðslumöguleika sem standa leik- og grunnskólanemendum til boða hjá fræðsludeild Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í vetur. Núgildandi samningur milli Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur (SFS) og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins (FHG) gerir leik- og grunnskólum borgarinnar kleift að nýta sér fræðslustarf FHG og aðgang að garðinum án endurgjalds á skólatíma. Skólar utan Reykjavíkur greiða skv. gjaldskrá sem er að finna neðst á síðunni undir flipanum námskeið.

Við óskum eftir því að kennarar hafi samband við okkur á netfangið namskeid@husdyragardur.is þaðan sem við svörum póstum í þeirri röð sem þeir berast.