Nóg að gerast í nóvember

Iðavellir iða af lífi

Þegar vetrar halda ýmsir að Fjölskyldugarðinum sé lokað. Svo er aldeilis ekki. Þótt tívolíleiktækin séu í vetrardvala er margt annað hægt að gera. Bæði eru komin ný gagnvirk tæki sem ekkert kostar í og síðast en ekki síst er það kastalaleiksvæðið Iðavellir sem er hjarta garðsins. Þetta svæði er opið árið um kring og alltaf jafn spennandi.