Opnunartími og fleira um páska

Opið 10-17 um páska sem aðra daga

Opnunartíminn yfir páska 2019 er nokkuð einfaldur en opið er alla daga frá 10-17. Tæki sem verða opin eru lest, krakkafoss, ökuskóli, fallturn auk þeirra fjölmörgu sem ekki þurfa starfsmann.

Páskadag verður haldin sameiginleg barna- og fjölskylduguðsþjónusta Ás- og Laugarneskirkju. Messan mun fara fram í skálanum við veitingahúsið eftir selagjöf en safnast verður saman við selalaugina klukkan 11.00 þegar selirnir fá að éta.

Grísir í fjósi og kið í fjárhúsinu auk annarra íbúa munu að sjálfögðu vera í páskaskapi og taka vel á móti öllum. Krútta gæs hefur valið að reyna að koma af stað varpi við göngustíginn hjá skriðdýrahúsinu og viljum við starsfólkið beina því til gesta að sýna henni tillitssemi með því að nálgast hana ekki og alls ekki ef hún er farin að garga.

Páskaútsala verður í minjagripasölunni dagana 18. til 25.apríl. En þá verður 15-50% afsláttur af völdum vörum í minjagripasölu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Meðal annars verður 30% afsláttur af slöngunum vinsælu frá Wild Republic.