Sirkus á kvöldopnun

Eldgleypir

Starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins heldur áfram að reyna við kvöldopnanir og ætlar að bjóða upp á fjölskyldusirkus miðvikudagskvöldið 25. september.

Listamenn frá fjölskyldusirkusnum Squidling bræðrum og Sirkus Íslands ætla að koma gestum garðsins á óvart miðvikudaginn 25. september kl. 18:00. Sverðgleypar og eldgleypar eru ekki daglegir gestir í garðinum svo áhugasamir ættu ekki að láta sig vanta. Að sjálfsögðu er um þaulvant fólk að ræða og ætti engin að leika áhættuatriðin eftir þeim.

Garðurinn er opinn frá kl. 10:00 til 17:00 alla jafna en á miðvikudagskvöldum skellum við ekki í lás fyrr en kl. 20:00. Hefðbundinn aðgangseyrir gildir og nokkur leiktæki verða opin ef veður leyfir. Mætið tímalega :)