Sumarstarfsfólk tekst á við ný verkefni

FHG

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er gríðarstór vinnustaður á sumrin en í garðinum vinna tæplega 100 manns þegar mest er, en á vöktum auðvitað og því aldrei allir í einu. Yfirgnæfandi meirihluti sumarstarfsmanna eru menntaskóla- og háskólanemendur sem bráðlega þurfa að snúa sér að nýjum verkefnum. 
Mánudaginn 19.ágúst 2019 skiptum við því aðeins um gír og fækkum þeim leiktækjum sem opin verða virka daga en áfram verður opið frá kl. 10 til 18 til allavega 25. ágúst. Opnun leiktækjanna má sjá á forsíðu.