Skólahljómsveitir Reykjavíkur skemmta

Stuð við sjoppuna

Á morgun, laugardaginn 25. maí, verður Uppskeruhátíð skólahljómsveita í Reykjavík haldin í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Munu hljómsveitirnar skemmta gestum frá klukkan 11 til 14:30. Ýmist við svið við sjoppuna í Fjölskyldugarðinum eða við aðalinnganginn. Atriði munu hefjast á heilu og hálfu tímunum.

Allir eru velkomnir að hlusta á þetta unga og upprennandi tónlistarfólk og heyra hvað það hefur upp á að bjóða.

Garðurinn er nú að fara í sumarbúning og sífellt fleiri tæki verða gestum opin. Um helgina verða opin lest, ökuskóli, Krakkafoss, fallturn og vatnaboltar. Auk þess sem Naglfar verður aðgengilegt eftir yfirhalningu.

Önnur dagskrá tengd dýrum verður á hefðbundnum vetrartíma.