Vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur

Vetrarlegt

Framundan eru vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur. Það er frítt inn í Húsdýragarðinn allan daginn föstudaginn 28.febrúar og á meðan á dagskrá Kringlumýrar stendur mánudaginn 2.mars. Við ætlum að setja upp ratleik, spila dýrabingó og bjóða gestum í samverustundir með dýrunum. Ratleikinn geta allir gestir leikið dagana 28.febrúar til 2.mars og samverustundir með dýrunum verða í boði 28.febrúar og 2.mars kl. 11:00, 13:00 og 14:00. Að auki verður Frístundamiðstöðin Kringlumýri með dagskrá fyrir alla mánudaginn 2.mars kl. 12 til 14.
Það er opið frá kl. 10 til 17 alla daga og einig ætlum við að hafa opið í kaffihúsinu í vetrarfríinu en það hefur verið lokað á virkum dögum í vetur. Í kaffihúsinu verður 20% afsláttur af öllum veitingum og hægt að föndra, lita og leika í veitingaskálanum.
Tilboð verða af völdum vörum í minjagripasölunni.