Vorið er komið

Geitburði lokið

Nú eru vorverkin á fullu í garðinum báðum megin brúarinnar sem skilur Fjölskyldugarðinn frá Húsdýragarðinum.
Í Húsdýragarðinum er geitburði lokið og áætlað að sauðburður hefjist fyrstu dagana í mai. Aligæsir eru farnar að hreiðra um sig og einhverjar liggja á eggjum og hænurnar eru farnar að spígspora um allan garð. Fuglasöngur verður háværari með hverjum deginum og sjónarmun má sjá á gróðri dag frá degi. Hringekjan sem staðið hefur í Húsdýragarðinum undanfarin ár hefur að mestu verið tekin niður og er á leið til Ítalíu til yfirhalningar og viðgerðar. Henni verður fundin nýr staður í Fjölskyldugarðinum þegar hún snýr til baka. 
Í Fjölskyldugarðinum er eins og áður hefur komið hér fram töluvert um framkvæmdir enda verið að nýta vorblíðuna og hlákuna til ýmissa verka. Nokkur leiktæki voru keyrð um páskana og kemur í ljós næstu helgar hvort og þá hvaða tæki mögulegt verður að hafa opin. 
Eins og undanfarin ár er miðað við að tæki Fjölskyldugarðs verði opin alla daga á komandi sumri frá og með 1.júní.