HLUTFALL LEYFILEGS GESTAFJÖLDA
62%

Opnunartími í desember

5 desember 2022

I'm reading

Opnunartími í desember

Það er opið alla daga í desember í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Líkt og í fyrra hafa jólaljós verið sett upp um allan garð og töluvert bæst við svo nú er ævintýri líkast að ganga um garðinn í rökkrinu, njóta jólatónlistar, heimsækja dýrin og sjálfan jólaköttinn. Útigrillin verða opin fyrir þau sem vilja grilla kvöldmatinn úti í ljósadýrðinni og öllum er boðið í hringekjuna á kvöldopnunum á aðventunni. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verður opinn til klukkan 20:00 fimmtudaga til sunnudaga á aðventunni, frá 27.nóvember til jóla. Hefðbundinn opnunartími er annars frá kl. 10 til 17. Það verður ókeypis inn fyrir 12 ára og yngri (í fylgd fullorðinna) á kvöldopnun (frá kl. 17 – 20 fimmtudaga til sunnudaga) og aðgangseyrir samkvæmt gjaldskrá fyrir 13 ára og eldri. Á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag verður opið frá klukkan 10 til 13 en þjónusta takmörkuð.

Share this post
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Tengt efni
Viltu fá fréttir frá okkur!
Fáðu fréttir beint með tölvupósti.