Ljósadýrð og rólegheit á aðventunni í Jóladal Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Garðurinn verður opinn frá kl. 10 til 20 laugardaga og sunnudaga til jóla og frá kl. 10 til 17 virka daga. Um jól og áramót verður opnunartíminn eftirfarandi: Aðfangadagur 24. desember opið frá 10 til 15, jóladagur 25. desember LOKAÐ, 26. til 30. desember opið frá kl. 10 til 17, gamlársdagur 31. desember opið frá kl. 10 til 15 og nýársdagur 1.janúar opið frá kl. 10 til 15.
Laugardaginn 20. desember og sunnudaginn 21. desember milli kl. 17 og 19:00 munu gestir geta kynnt sér söguna af Nátttröllinu í fjárhúsinu.
Stilltir hundar skráðir hjá sveitarfélagi eru velkomnir með í heimsókn á miðvikudögum og sunnudögum til jóla.
Föndurstund fyrir skapandi gesti frá kl. 16 til 20 laugardaga og sunnudaga til jóla og jólaratleikur í boði fyrir ratvísa gesti alla daga til jóla.
Dýradagskráin með jólalegum blæ og jólakötturinn verður á staðnum fyrir hugrökkustu gestina að heimsækja. Öllum gestum verður boðið í hringekjuna frá kl. 16 til 20 um helgar til jóla.
Veitingasala Bæjarins Beztu verður opin.
Hefðbundinn aðgangseyrir er allan desember.


