HLUTFALL LEYFILEGS GESTAFJÖLDA
62%

Leiktækin

Leiksvæði og gagnvirk leiktæki

Í fjölskyldugarðinum má finna skemmtileg útileiksvæði sem eru opin allan ársins hring. Hægt að leika í stóru sjóræningjaskipi og í leikkastala með húsdýraþema. Einnig má finna vaðleikjasvæði sem kallast Iðavellir þar sem gaman er að busla. Gagnvirk leiktæki eru auk þess í garðinum sem þarfnast ekki starfsmanns. Þar á meðal eru skemmtilegur dansleikur og gangvirkur minnisleikur sem öll geta leikið sér í. Einnig eru fleiri ótalin leiktæki í Fjölskyldugarðinum sem við setjum í ykkar hendur að uppgötva.

Fallturn

Fallturninn Ratatoskur kom í garðinn síðla sumars 2018. Nafnið kemur úr norrænni goðafræði, en Ratatoskur er íkorni sem hleypur upp og niður Ask Yggdrasils.
Styrkur
Hátt
Lágmarkshæð í tækið
97 cm í fylgd með fullorðnum / 105 cm án fylgdar

Bátar

Bátarnir komu upphaflega í garðinn sumarið 2002, en árið 2015 komu nýir bátar frá Ítalíu.
Styrkur
Hátt
Lágmarkshæð í tækið
105 cm eða í fylgd

Bílalest

Bílalestin Skinfaxi kom í garðinn sumrið 2019. Nafnið vísar í hestinn sem goðið Dagur ríður til að lýsa upp daginn. Í fyrstu voru þrír vagnar á lestinni, en þeim fjórða var síðan bætt við.
Styrkur
Hátt
Lágmarkshæð í tækið
90 cm eða í fylgd með fullorðnum

Ökuskóli

Ökuskólinn er eitt elsta leiktækið í garðinum og hefur verið starfandi síðan að Fjölskyldugarðurinn opnaði, árið 1993.
Styrkur
Hátt
Lágmarkshæð í tækið
Lágmarkshæð í tækið: 105 cm / Hámarkshæð í tækið: 150 cm

Smábátar

Smábátarnir komu í garðinn sumarið 2020. Þeir eru staðsettir við bryggjuna og eru skemmtileg afþreying fyrri yngstu kynslóðina.
Styrkur
Hátt
Lágmarkshæð í tækið
Lágmarkshæð í tækið: 90 cm / Hámarkshæð í tækið: 130 cm

Lest

Lest kom fyrst í garðinn árið 2002 og hét Tanngnjóstur. Tækið var upphaflega lyftari sem var breytt í lest. Lestin var eitt sinn notuð í 17.
Styrkur
Hátt
Lágmarkshæð í tækið
105 cm eða í fylgd

Rugguskip

Skipið Elliði kom í garðinn sumarið 2020, en nafnið vísar til skips gamla Ketilbjarnar landnámsmanns. Áður stóð rugguskipið Krakkafoss á sama stað.
Styrkur
Hátt
Lágmarkshæð í tækið
92 cm í fylgd með fullorðnum / 105 cm án fylgdar

Hringekjan

Hringekjan Heiðrún kom í garðinn sumarið 2001 og var hún enduruppgerð árið 2019. Nafnið vísar í geitina Heiðrúnu úr norrænni goðafræði.
Styrkur
Hátt
Lágmarkshæð í tækið
105 cm eða í fylgd með fullorðnum

Sleggjan

Skemmtitækið Mjölnir kom í garðinn sumarið 2019. Mjölnir vísar í hamar þórs úr norrænni goðafræði. Leiktækið var áður í Smáralind á árunum 2007-2018.
Styrkur
Hátt
Lágmarkshæð í tækið
Lágmarkshæð í tækið: 125 cm / Hámarkshæð í tækið: 190 cm
Viltu fá fréttir frá okkur!
Fáðu fréttir beint með tölvupósti.