HLUTFALL LEYFILEGS GESTAFJÖLDA
62%

Um okkur

Slide 1 Um okkur

Húsdýragarðurinn

Ákvörðun um húsdýragarð í Laugardal var tekin í borgarráði Reykjavíkur þann 22.apríl 1986. Markmiðið var að fræða borgarbúa og –gesti um íslensk húsdýr, kynna þeim búskaparhætti og styrkja tengsl milli fólks og dýra. Framkvæmdir hófust árið 1989 og innan árs voru risin sex hús fyrir dýrahald, selalaug grafin, útisvæði fyrir refi, minka og hreindýr gerð auk annarra framkvæmda.

Að auki var vinnustofu Örlygs Sigurðssonar listmálara sem var í húsinu Hafrafelli breytt í skrifstofur og fyrirlestrarsal. Lagt var upp með að hafa rúmlega 20 tegundir dýra sem lifa Íslandi, bæði húsdýr sem og villt dýr. Nokkur dýr hverrar tegundar voru til sýnis og lögð áhersla að sýna sem flesta liti, bæði kyn og afkvæmi þegar þess var kostur.

Davíð Oddsson þáverandi borgarstjóri opnaði Húsdýragarðinn gestum þann 19. maí 1990

Slide 2 Um okkur

Fjölskyldugarðurinn

Það var strax greinilegt að gestir húsdýragarðsins voru ánægðir með þessa nýju viðbót við afþreyingarkosti borgarinnar. Vegna þeirra viðbragða ákváðu borgaryfirvöld að hefjast handa við að undirbúa opnun Fjölskyldugarðs við hlið Húsdýragarðsins. Þar átti að leggja áherslu á annars konar afþreyingu í formi leiktækja í fallegu umhverfi.

Markús Örn Antonsson þáverandi borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna þann 24.ágúst 1991. Fljótlega eftir að framkvæmdir hófust var ákveðið að rekja Fjölskyldugarðinn með Húsdýragarðinum og tengja garðana saman með brúnni Bifröst.

Tæpum tveimur árum eftir fyrstu skóflustunguna eða þann 24. júní 1993 opnaði borgarstjóri nýja garðinn og svæðið kallað Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn.

Slide 3 Um okkur

Fræðslustarf

Allt frá opnun Húsdýragarðsins hefur fræðslustarf verið hornsteinn starfseminnar.

Einkunnarorð garðsins eru að sjá, að læra, að vera, að gera og allt fræðslustarf er byggt í kringum hugmyndafræðina að það sé leikur að læra. Fjöldi námskeiða eru í boði fyrir leik- og grunnskóla auk þess sem starfsfólk miðlar fróðleik til annarra gesta með ýmsum hætti.

Hönnun garðanna tveggja og þá helst Fjölskyldugarðsins var unnin með norrænu goðafræðina og víkingatímabilið að leiðarljósi. Í garðinum er til dæmis að finna víkingaskip, öndvegissúlur og þingstaður sem svipar til þeirra sem talið er að víkingarnir hafi fundað á.

Slide 4 Um okkur

Nútíð og framtíð.

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur breyst töluvert frá því hann var opnaður. Framandi dýr hafa nú aðsetur í garðinum frá öllum heimshornum að auki við dýrategundirnar sem hafa verið frá upphafi. Framandi dýrin eru skriðdýr, froskdýr auk skordýra af ýmsum toga.

Leiktæki Fjölskyldugarðsins eru af ýmsum toga allt frá einföldum og skemmtilegum í stór og spennandi tivolítæki. Ljóst er að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er vinsæll áningarstaður fjölskyldna, vinahópa, ferðamanna og skólahópa. Þar eru áform um að efla það starf sem þar er unnið svo öll hafi eitthvað þangað að sækja hvort sem er margs konar afþreyingu eða fróðleik.

Húsakostur hefur verið bágborinn í gegnum árin og aðstaða innandyra til fræðslu og sýninga lítil sem engin.

En nú horfir til betri vegar enda nýtt fræðslu- og vísindahús á teikniborðinu sem samnýta á með frístundaheimili fyrir börn í Laugardalnum.

Starfsfólk

Skrifstofa

Logi Sigurfinnsson

Úlfhildur Flosadóttir

bókhald og reikningar

Þorkell Máni Þorkelsson

tæknimál

Framkvæmdir og viðhald

Valdimar Guðlaugsson

Erlendur Einarsson

Ísleifur Friðriksson

Oddur Friðriksson

Dýrahald og -þjónusta

Þorkell Heiðarsson

Ásta Jórunn Smáradóttir

Guðrún Pálína Jónsdóttir

Helgi Valur Helgason

Hjörtur Snær Gíslason

Jón Gíslason

Lilja Björk Vilhelmsdóttir

Veigar Friðgeirsson

Fræðsla, viðburðir og upplifun

Sigrún Thorlacius

Guðrún Pálína Jónsdóttir

fræðsla

Ingi Thor Jónsson

viðburðir og markaðsmál

Unnur Sigurþórsdóttir

fræðsla og kynning

Miðasala

Dagný Hrund Valgeirsdóttir

Veitingasala

Dagmar Valsdóttir

Viltu fá fréttir frá okkur!
Fáðu fréttir beint með tölvupósti.