Villt dýr í hremmingum

14.mars 2023

Ég er að lesa

Villt dýr í hremmingum

Í garðinum dvelja nú þrír ránfuglar. Einn fálki sem fannst slasaður við Breiðafjörð og tveir ungir smyrlar sem fundust í sitthvoru lagi örmagna en báðir á Reykjanesi. Meðhöndlun þeirra og aðhlynning, þar sem lokatakmarkið er að sleppa þeim að nýju, er samstarfsverkefni dýrahirða garðsins, Dýraþjónustu Reykjavíkur og Náttúrufræðistofnunar.

Lendi villt dýr í hremmingum er það á ábyrgð þess sveitarfélags sem dýrið fannst í að koma því til aðstoðar. Í Reykjavík heyrir málaflokkurinn undir DÝR – Dýraþjónustu Reykjavíkur. Oft er leitað til garðsins fyrir tilstilli DÝR og/eða Náttúrurfræðistofnunar varðandi aðstoð við meðhöndlun og aðhlynningu villtra dýra í hremmingum sem finnast í öðrum sveitarfélögum.

Smyrlarnir eru að því er virðist er heilir heilsu en eru illa á sig komnir vegna örmögnunar. Fálkinn sem er kvenfugl, fannst illa á sig kominn og ófleygur við Breiðafjörð í lok ágúst 2022. Honum var komið til Dýraþjónustu Reykjavíkur þar sem hann var vigtaður og almennt ástand metið. Fálki er að meðaltali 1600gr en þessi var 1100gr. Tekin var ávörðun að leyfa honum að jafna sig og safna holdum áður en næstu skref yrðu ákveðin.

Eftir röntgenmyndatökur kom í ljós skaði á olnbogalið vinstri vængs en engin merki um beinbrot. Dýralæknir Dýraþjónustu Reykjavíkur og fulltrúi frá Náttúrufræðistofnun sáu um að röntgen myndirnar yrði metnar og ástand á fálkanum í kjölfarið metið af sérfræðingum erlendis. Niðurstaða sérfræðinga var að hann ætti ekki að finna til en mælt með sjúkraþjálfun. Vegna orðins skaða heldur fálkinn öðrum vængnum öðruvísi upp að líkamanum. Terézia Teriko Hegerová fulltrúi Náttúrfræðistofnunar hefur áralanga reynslu af þjálfun fálka. Það tók 3 vikur að fá fálkann til að treysta þjálfara sínum og vilja gera æfingar, allt unnið út frá jákvæðri styrkingu. Nú hefur Dýraþjónustan og Húsdýragarðurinn tekið við að þjálfa Ljúfu í samráði við Náttúrufræðistofnun. Að öllu óbreyttu verður þjálfun haldið áfram fram á vor en þá verða ákvarðanir teknar um næstu skref.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.