Í Fjölskyldugarðinum má finna skemmtilegt útileiksvæði sem eru opið allan ársins hring. Hægt er að leika í stóru skipi sem kallast Naglfar og í leikkastala með húsdýraþema. Þar eru einnig Iðavellir, vaðleikjasvæði þar sem gaman er að busla. Gagnvirk leiktæki eru auk þess í garðinum sem opin eru alla daga enda þurfa þau ekki starfsfólks við. Þeirra á meðal er skemmtilegur dansleikur og gangvirkur minnisleikur sem öll geta leikið sér í. Einnig eru ótalin leiktæki í Fjölskyldugarðinum sem við setjum í ykkar hendur að uppgötva. Leiktæki sem þurfa starfsfólks við (Tivolí tækin) eru opin á sumrin.
AÐGANGSEYRIR & ÁRSKORT
DAGSETNING