Vorboði í fjárhúsinu

18.apríl 2023

Ég er að lesa

Vorboði í fjárhúsinu

Burðarstíur í geitastíunni voru settar upp í gær, 17.apríl og í gærkvöldi kom fyrsti vorboðinn í heiminn. Það var huðnan Rák sem reið á vaðið og bar myndarlegum hafri. Sá litli ber sterkan svip beggja foreldra en Rák er golsuflekkótt og faðirinn, hafurinn Ýmir er golsuhöttóttur og kiðlingurinn golsuflekkóttur. Nú er bara að bíða og sjá hvenær næstu huðnur halda áfram að boða komu vorsins.

Geitur eru meðal fyrstu húsdýra í heiminum, en talið er að þær hafi fylgt fólki í 10.000 ár. Þær eru meðal landnámsdýra á Íslandi, voru fluttar með landnámsfólkinu á sínum tíma. Þær hafa verið kallaðar kýr fátæka fólksins enda léttar á fóðrun og plássnettar. Fjöldi þeirra á Íslandi hefur aldrei verið mjög mikill en þeim fjölgaði nokkuð frá aldamótunum 1900 og voru um 3.000 geitur á landinu í kringum 1930. Þá tók þeim að fækka að nýju meðal annars vegna minnkandi þarfar á mjólkurgeitum eftir stofnun mjólkursamlaga. Geitur eru taldar hafa verið um 100 árið 1960. Á vef hagstofunnar má nálgast upplýsingar um fjölda búfjár frá 1980 og þar má sjá að árið 1980 voru 220 geitur á landinu, árið 2000 416 geitur og síðustu tölur, þegar þetta er skrifað, eru frá árinu 2021 en þá eru 1.672 geitur sagðar hafa verið á landinu.
Mikla fjölgun undanfarin ár má þakka vitundavakningu um nauðsyn þess að varðveita íslenska geitastofnun en frá árinu 1965 hefur verið greiddur opinber stofnverndarstyrkur fyir vetrarfóðraðar geitur. Framan af var greitt fyrir að hámarki 20 geitur á hverjum bæ. En geitum tók að fjölga og nýting af þeim jókst með markvissari ræktun og nú fá bændur greiddan styrk fyrir allar skýrslufærðar geitur.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.