Ó geit á leið í „Schoolovision“

27.apríl 2023

Ég er að lesa

Ó geit á leið í „Schoolovision“

Í dag komu nokkrar skemmtilegar stelpur úr Flataskóla í heimsókn í garðinn. Stelpurnar sem eru í 4.bekk eru á lokametrunum í undirbúningi fyrir þátttöku í „Schoolovision“ sem er eins konar „Eurovision“ grunnskólanemenda í Evrópu. Keppnin er haldin undir hatti „eTwinning“ samstarfsins.

Lagið sem þær hyggjast senda er OK, lag Langa Sela og Skuggana sem varð í öðru sæti í undankeppni Eurovision fyrr í vetur. Þær hafa þó aðeins átt við textann og lagið heitir hjá þeim Ó GEIT. Þær eru greinilega metnaðarfullar því eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru þær klæddar í stíl, hafa æft dansa og hlotið raddþjálfun hjá Jógvan Hansen undanfarið.

Áhugasöm geta séð lagið hér: https://youtu.be/nXkhZLes0o8

Við óskum þeim velfarnaðar í keppninni.

 

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.