Sauðburður hófst í Húsdýragarðinum í dag (10.maí) þegar ærin Flekka bar þremur lömbum, einni gimbur sem er þá lambadrottning og tveimur lambhrútum sem deila þá hlutverki lambakóngs. Lambadrottningin fékk strax nafnið Diljá enda fylgdust nokkrir Eurovision aðdáendur með burðinum í mestum rólegheitum. Flekka stóð sig vel og nýkrýnd lambadrottning og kóngarnir eru öll stór og stæðileg. Hrúturinn Jökull sem er faðir þrílembinganna fylgdist vel með burðinum og nú er að bíða og sjá hvenær aðrar ær í fjárhúsinu bera.
