Sjóferðir um Sundin tryggðar áfram

22.maí 2023

Ég er að lesa

Sjóferðir um Sundin tryggðar áfram

Faxaflóahafnir og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hafa endurnýjað samstarfssamning um verkefnið Sjóferð um sundin, þar sem grunnskólabörn sveitarfélaga Faxaflóahafna er boðið í siglingu á Faxaflóa undir leiðsögn starfsmanna Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Samstarfsverkefnið hefur staðið grunnskólanemendum til boða í yfir tvo áratugi og hefur gefið nemendum í Reykjavík, Akranesi, Hvalfjarðasveit og Borgarnesi kost á að læra um lífríki við Faxaflóa og hafnarstarfsemi Faxaflóahafna. Ferðirnar eru farnar að vori en þeim er lokið þetta vorið og verða því á nýjar á dagskrá vorið 2024.

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá Þorkel Heiðarsson frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Sigurð Jökul Ólafsson markaðsstjóra Faxaflóahafna handsala samninginn.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.