Faxaflóahafnir og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hafa endurnýjað samstarfssamning um verkefnið Sjóferð um sundin, þar sem grunnskólabörn sveitarfélaga Faxaflóahafna er boðið í siglingu á Faxaflóa undir leiðsögn starfsmanna Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Samstarfsverkefnið hefur staðið grunnskólanemendum til boða í yfir tvo áratugi og hefur gefið nemendum í Reykjavík, Akranesi, Hvalfjarðasveit og Borgarnesi kost á að læra um lífríki við Faxaflóa og hafnarstarfsemi Faxaflóahafna. Ferðirnar eru farnar að vori en þeim er lokið þetta vorið og verða því á nýjar á dagskrá vorið 2024.
Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá Þorkel Heiðarsson frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Sigurð Jökul Ólafsson markaðsstjóra Faxaflóahafna handsala samninginn.