Sauðburður heldur áfram

25.maí 2023

Ég er að lesa

Sauðburður heldur áfram

Ærin Kylja (mórauð) bar tveimur gimbrum og einum lambhrúti í gærkvöldi (24.maí) og ærin Sylgja (mógolsótt) bar tveimur hrútum eldsnemma í morgun (25.maí). Þá eru, þegar þetta er ritað, óbornar ærnar Dokka og Hetta og má búast við að þær beri á allra næstu dögum. Faðir allra lambanna er hrúturinn Jökull.

Strax eftir burð karar ærin lömbin en sögnin að kara lýsir því þegar ærin sleikir slímið og blóðið af nýbornum lömbum sínum. Meðan ærin karar má segja að ærin skilji lykt sína eftir á lambinu og eftir það þekkir hún sín lömb á lyktinni.

Stafsfólk garðsins ítrekar þau tilmæli til gesta að þau sýni ungviðinu og öðrum dýrum garðsins tillitssemi.

 

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.