Áfram höldum við að leyfa ábyrgum hundaeigendum að koma með hund sinn í heimsókn á miðvikudögum. Sem fyrr skulu hundarnir vera stilltir og skráðir hjá sveitarfélagi. Hundarnir skulu bera merki sveitarfélags á hálsól, vera fullfrískir, fullbólusettir, ormahreinsaðir, í stuttum taumi og undir stjórn fullorðins aðila. Fylgdarfólk er beðið að koma hundum úr aðstæðum sem eru streituvaldandi fyrir fólk, hunda eða önnur dýr. Dýrin í garðinum eru misspennt fyrir hundum og því eru gestkomandi hundar ekki leyfðir innandyra en dýrin eru langflest utandyra yfir sumartímann.
Það er lítið mál að skrá hundana sína í Reykjavík þar sem öll skráning er rafræn á www.island.is og hvetur Dýraþjónusta Reykjavíkur öll sem eiga það eftir að drífa í því. Ef hundur er skráður í Reykjavík en merkið til að setja á hálsólina er týnt þá er lítið mál að gera nýtt. Hundaeigendur geta í þeim tilfellum sent póst á dyr@reykjavik.is.