Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og Samgöngustofa vekja athygli á Ökuskólanum Kátugötu sem er skemmtilegur ævintýraheimur í garðinum. Þar fá börn umferðarfræðslu og geta æft sig á umferðarreglunum í kringum Innipúkann og Krakkana í Kátugötu. Þær persónur ættu flest börn að kannast við en bækurnar um Krakkana í Kátugötu eru sendar til allra barna á landinu á aldrinum 3-6 ára. Einnig eru þau aðal persónurnar í umferðarskólanum sem Samgöngustofa heldur úti á vefnum umferd.is og leikskólar landsins hafa staðið sig svo vel í að kynna fyrir elstu nemendum leikskólanna. Ökuþórar í Ökuskólanum í Kátugötu skulu vera á milli 105 og 150 cm á hæð.