Leiktækin sem þurfa mönnunar við Fjölskyldugarðinum eru nú lokuð virka daga fram á næsta sumar. Næstu helgi 26. og 27.ágúst er þó stefnt að því að hafa opið í öllum leiktækjunum.
Við vekjum athygli á því að áfram verður hægt að leika sér í þeim leiktækjum sem ekki þurfa mönnunar við á opnunartíma. Það er opið alla daga frá kl. 10 til 17.
Dagskrá í kringum dýrin má sjá undir flipanum „Komdu í heimsókn“ hér að ofan.