Opið verður í öllum leiktækjum helgina 26. og 27.ágúst 2023 og opið verður frá kl. 10 til 17. Laugardaginn 26.ágúst mun Umhyggja, félag langveikra barna bjóða öllum í garðinn frá kl. 14. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram á umhyggjudagurinn.umhyggja.is og sýna fram á skráninguna við komu.
Veðurspáin er alls konar fyrir helgina og við hvetjum því öll að klæða sig í samræmi við veður og hafa góða skapið með í för.
