Breytingar á veitingasölu

2.október 2023

Ég er að lesa

Breytingar á veitingasölu

Bæjarins Beztu Pylsur hafa selt síðustu pylsuna í garðinum, allavega í bili. Pylsusalinn þjóðþekkti hefur rekið veitingasöluna í garðinum frá því síðastliðið vor en tekur sér nú smá hlé. Veitingasala mun því færast í smækkaðri mynd í móttökuhúsið á næstu dögum svo gestir geti hið minnsta fengið drykkjarföng og eitthvað að narta í heimsóknum sínum í garðinn.

Kaffihúsið fær nýtt hlutverk og mun í vetur hýsa þá skólahópa sem taka þátt í námskeiðinu Vinnumorgunn. Í vinnumorgnum fá nemendur 6.bekkja tækifæri að taka þátt í morgunverkum af ýmsum toga ásamt dýrahirðum garðsins. Sjá nánar hér: https://mu.is/skolahopar/

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.