Ratleikur fyrir fjölskyldur í vetrarfríi.

25.október 2023

Ég er að lesa

Ratleikur fyrir fjölskyldur í vetrarfríi.

Í smáforritinu (appinu) „Húsdýragarðurinn – Viskuslóð“ er hægt að finna leiðsögn um garðinn og léttan ratleik fyrir fjölskyldur í vetrarfríi. Smáforritið er bæði í AppStore og Play Store og það var unnið af Locatify. Annars verður hefðbundin dagskrá í kringum dýrin og hægt að leika sér í Fjölskyldugarðinum þó lokað sé í þeim tækjum sem þurfa mönnunar við (stærri leiktækin).

Með tilkomu smáforritsins verður mögulegt að fleiri skólahópar geti notið leiðsagnar heldur en þau sem ná að bóka hjá fræðslufreyjum garðsins. Leiðsagnir hjá fræðsludeildinni eru umsetnar á vinsælustu tímunum, sérstaklega þegar nálgast vormánuði. Á næstu dögum eða vikum verður hægt að nálgast fleiri leiðsagnir sniðnar að hverju stigi leik- og grunnskóla.
Við hlökkum til að þróa það enn frekar fyrir fróðleiksfúsa nemendur sem sækja garðinn.

Hægt er að skanna kóðann hér að neðan og komast þannig beint snjallverslun snjalltækja.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.