Skrautdúfusýning 18.nóvember

14.nóvember 2023

Ég er að lesa

Skrautdúfusýning 18.nóvember

Laugardaginn 18. nóvember verður stærsta skrautdúfusýning sem haldin hefur verið hér á landi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Sýningin er samstarfsverkefni áhugafólks um ræktun skrautdúfna, Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Dýraþjónustu Reykjavíkur. Mikið hefur verið flutt til landsins af skrautdúfum undanfarin ár og hafa sumar tegundirnar aldrei verið til hér á landi áður.
Fjölmargir ræktendur munu sýna sína bestu fugla á sýningunni en um er að ræða rúmlega 100 fugla af allavega 20 tegundum í fjölmörgum litum. Þá munu tveir safnarar sýna muni sem tengjast dúfnasportinu. Ljósmyndir sem tengjast skrautdúfnarækt verða sýndar á risaskjá auk mynda af enn stærri sýningum erlendis.
Sýningin verður frá kl. 10 til 16 í skálanum við veitingahúsið en garðurinn opinn frá kl. 10 til 17. Hefðbundinn aðgangseyrir í garðinn gildir á sýninguna.
Nánari upplýsingar veitir Tumi Kolbeinsson í gegnum netfangið tumikolb@gmail.com.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.